Náðu í appið
6
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides 2011

Justwatch

Frumsýnd: 18. maí 2011

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Jack Sparrow skipstjóri hittir konu úr fortíðinni og hann er ekki viss um hvort að hann sé nú búinn að finna ástina sína, eða hvort að konan sé miskunnarlaus bragðarefur sem er að nota hann til að finna hinn goðsagnakennda æskubrunn. Þegar hún neyðir hann um borð á skipinu Hefnd Önnu drottningar, sem er stýrt af Svartskeggi sjóræningja, þá er Sparrow... Lesa meira

Jack Sparrow skipstjóri hittir konu úr fortíðinni og hann er ekki viss um hvort að hann sé nú búinn að finna ástina sína, eða hvort að konan sé miskunnarlaus bragðarefur sem er að nota hann til að finna hinn goðsagnakennda æskubrunn. Þegar hún neyðir hann um borð á skipinu Hefnd Önnu drottningar, sem er stýrt af Svartskeggi sjóræningja, þá er Sparrow lentur í óvæntu ævintýri og veit ekki hvort hann á að hræðast meira; Svartskegg eða konuna úr fortíðinni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ný byrjun sem heldur anda fyrri mynda!
Jack Sparrow skipstjóri er mættur aftur í enn eitt ævintýrið, nú í leit að hinum fræga Æskubrunni og þarf að mæta hinum ógnvæginlega og fræga skipstjóra, Svartskeggi.

Eftir að At World's End skildi áhorfendur eftir með hugmyndina um Æskubrunninn í lausu lofti að þá var ég alltaf að vonast eftir framhaldi, þó að ég efaðist um að ég myndi nokkurn tímann sjá það líta dagsins ljós. Sem betur fer var ákveðið að láta það rætast fyrst að Jerry Bruckheimer og allt kvikmyndagerðarfólkið hefur svo gaman að gera þessar myndir. Johnny Depp gerir þetta fyrir krakka sína sem skemmta sér konunglega yfir þessum myndum, og svo dýrkar Depp náttúrulega Jack Sparrow-persónuna. Og svo fær Disney sinn skammt af seðlum og aðdáendur fá nýtt ævintýri með skipstjóranum.

Myndin er lauslega byggð eftir bókinni On Stranger Tides (mæli með henni) eftir Tim Powers.
Þeir sem hafa lesið bókina ættu eflaust að sjá hvað var notað í myndinni og gætu jafnvel
haft meira gaman af henni fyrir það.

Rob Marshall tekur við Gore Verbinski og er myndin auðvitað þá öðruvísi í útliti en hún nær samt sem áður að halda anda fyrri mynda. Rob Marshall stóð sig vel að mínu mati við að gerð On Stranger Tides, þótt að hann hafði engann bakgrunn í gerð action-kvikmynda. Ég er sérstaklega hrifinn af lýsingunni sem hann býður með myndinni. Hver einasti rammi er eins og málverk.

Hinn frægi sjóræningi, Edward Teach eða Svartskeggur, er leikinn af leikaranum Ian McShane, sem hefur verið mikið meira í sjónvarpsþáttum heldur en kvikmyndum. En þó náði hann að vera sannfærandi sem sjóræninginn sem vann sér til frægðar að ógna og hræða fólk og er persóna hans eiginlega mjög mikið eins og Svartskeggur var í alvöru. Penélope Cruz leikur Angelicu sem virðist þekkja Jack Sparrow skipstjóra og að mínu mati fannst mér hún standa sig vel og vinna hún og Johnny Depp mjög vel saman. Geoffrey Rush snýr aftur sem Hector Barbossa og svoleiðis stelur athyglinni enda er hans hlutverk í sögunni mikilvægt.

Pirates of the Caribbean myndirnar haft alltaf boðið upp á eitthvað nýtt og hér fáum við uppvakninga og hafmeyjur (Disney...). Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum uppvakninga (nei, sjóræningjar undir álögum eru ekki uppvakningar) og eru þeir ekki þessir dæmigerðu zombies sem við vanalegum sjáum. Uppvakningar eiga rætur sína að rekja í Voodoo-sögum og blandast þeir því ágætlega í söguna. Hafmeyjurnar í þessari mynd haga sér eins og hafmeyjur eiga að hegða sér, (í þetta skipti er Disney með alvöru hafmeyjur) fyrir utan kannski eina hafmeyju sem er leikin af Astrid Bergés Frisbey. Myndin leggur mikla áherslu á trúarbrögð þar sem Sam Claflin leikur trúboða að nafni Philip (Sam Claflin hefur einnig leikið mikið í sjónvarpsþáttum...). Astrid Bergés Frisbey og Sam Claflin eru bæði töluvert ný í kvikmynda-bransanum og eru ekki með mikinn skjátíma og því er ég ekki mikið að kvarta út af þeim.

Það sem mér fannst vanta í þessari mynd er meiri "tími". Það var nefnilega klippt mikið úr myndinni svo að ákveðinn hópur af áhorfendunum sem gátu ekki haldið sig við efnið í Dead Man's Chest og At World's End, myndu geta veitt meiri athygli. En þessi tími sem við fáum er allt of stuttur og því geta áhorfendur ekki þótt vænt um allar nýju persónurnar sem boðið er upp á. Sem betur fer er alveg öruggt að við fáum nýja mynd (það eru vísbendingar í myndinni um framhald) til að geta metið nýju persónurnar betur.

Niðurstaða mín: Skemmtilegt ævintýri sem gefur ferska nýja byrjun en heldur sig við anda fyrri mynda en hefði þurft meiri tíma. 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Plís hættið...
Það þurfti aldrei meira af þessu til þess að byrja með, ég varð samt ekkert hissa að það myndi koma númer 4, en ég hugsaði "Vona allaveganna að það myndi koma eitthvað gott ef þeir skildu gera meira"...nei grín, vissi af þetta myndi vera skítur, hafði rétt fyrir mér.

Pirates - Trilogy-an var skemmtileg, innihaldsrík, með skemmtilegar aðal-og aukapersónur, með mikið hugmyndaflug og flottar. Þessi hefur voðalítið af þessu...eiginlega ekkert. Ég veit ekki einu sinni hvar ég að byrja en myndin byrjaði þó vel, þanga til að fyrstu kynnum Sparrows í myndinni voru búin, þá voru endalausar útskýringar, tvö tilgangslaus cameo, Barbossa orðin gay, þetta var komið út í rugl. Það er líka hægt að segja eitthvað gott um myndina, eins og það voru flottar tökur, tölvubrellurnar voru góðar og Jack Sparrow var allt í lagi. Hinir leikararnir allaveganna voru bara döll. Ég hef voða lítið um að segja, hvorki slæmt né gott, þau voru bara öll döll. Blackbeard var líka fokking boring villain. Handritið var með ógeðslega mikið af tilgangslausum senum og hundleiðinlegan söguþráð. Mér er svo drullu sama með allt sem var að gerast.

Lesandi kæri, þetta lítur út eins og hati þessa mynd, ég hata hana handritslega séð (Persónur, söguþráður, atburðarrás). Útlitið, tölvubrellur, myndataka, búningarnir voru rosalega flottir. Það var líka það eina sem ég var að horfa á meðan eitthvað leiðinlegt var gerast, sem var nærrum því alltaf. Þetta eru endalokin. Fyrir þessa fjóra kosti gef ég myndinni:

4/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjóræningjar í 3-vídd. Fleiri ævintýri Jack Spar
Eftir skrautlegt og hressandi upphafsatriði myndarinnar er lagt af stað í ferð um höfin í leit að hinum goðsagnakennda æskubrunni. Jack Sparrow (leikinn af Johnny Depp) og Hector Barbossa (leikinn af Geoffrey Rush) Fljótlega kemur í ljós að Svartskeggur, sjóræninginn alræmdi (leikinn af Ian McShane) er einnig í leit að því sama ásamt föngulegri dóttur sinni Angelicu (leikin af Penélope Cruz). Jack Sparrow þekkir hana frá fyrri tíð. Inni í ævintýrið fléttast seiðandi hafmeyjar og framandi staðir með ævintýraljóma. Þrátt fyrir minni tilkostnað en síðast, þá er áfram skartað veglegri sviðsmynd með flottum búningum, förðun, kvikmyndatökum og útisenum sem að þessu sinni eru að mestu teknar á Hawaii. Gamli félaginn Gibbs, (leikin af Kevin McNally), er enn í för með Jack líkt og í hinum myndunum. Englendingurinn Sam Claflin og hin spænsk-franska Astrid Berges-Frisbey leika trúboðann Philip og hafmeyjuna fögru, Syrenu.
Gaman er að sjá Keith Richards bregða fyrir aftur og Judi Dench birtist í stuttu atriði í upphafi.
Hljóð og klipping er óaðfinnanlegt og tónlist Hans Zimmer er mjög kunnugleg. Myndin er byggð nokkuð svipað upp og hinar 3 þó nú sé líka byggt á raunverulegum sögulegum persónum, ekki bara skáldskap. Leikstjórinn er annar en í hinum þremur myndunum. Í stað Gore Verbinski er kominn Rob Marshall. Hann er þekktastur fyrir dans- og söngleikjamyndir en ekki svona ævintýrahasar.
Myndin er ekki mjög frumleg, ferskleikann vantar skiljanlega og hún er of langdregin. Skrifast það aðallega á leikstjórann og handritshöfundana sem hér eru þeir sömu og í hinum þremur myndunum á undan. Sérhæfðir í handritum ævintýramynda, en hér er ekki alveg nógu mikið að gerast til að halda manni við efnið allan tíman. Skondnir orðaleikir og hnyttin tilsvör eru þó víða í handritinu, sem vekja hlátur áhorfenda. Þrívíddin gerir þessa mynd ólíka hinum og opnar aðra sýn á þennan vinsæla ævintýraheim. Þrívíddin er samt alls ekki ofnotuð, heldur látin keyra látlaust og gefur senunum góða dýpt og meira líf. Talsvert er um sjónrænar brellur og tölvugrafík líkt og áður. Gamlar aðalpersónur úr myndunum eru á bak og burt en nýjar koma í staðinn. Aðalleikararnir skila sínu enda ekki neinir byrjendur í faginu. 47 ára gamall Johnny Depp er vissulega miðpunktur athyglinnar að vanda með sína litskrúðugu og einstöku túlkun á sjóræningjanum Jack Sparrow þó svo að taktarnir séu kunnuglegir fyrir þá sem hafa séð hinar þrjár myndirnar. Hann fær rúmlega 55 milljón bandaríkjadali fyrir hlutverk sitt. Gyðjan frá Madrid, Penélope Cruz er ekki bara falleg, seiðandi og suðræn heldur skilar sinni persónu ágætlega. Oscarsverðlaunahafinn ástralski, Geoffrey Rush gefur Barbossa enn og aftur eftirtektarverðan karakter en Ian McShane nær ekki alveg að skelfa mann eins og til var ætlast sem hinn hræðilegi Svartskeggur sjóræningi. Einna skemmtilegasti hasarinn er í upphafi myndarinnar í London. En nú er að sjá hvort að allir komast lifandi úr þessari ævintýraferð ? Rifja Jack og Angelica upp gömul kynni ? Hver verður fyrstur til að finna æskubrunninn og hvaða afleiðingar hefur það ? Myndin er ljómandi afþreying og þess virði að sjá fyrir þá sem hafa gaman af framandi ævintýrum, gríni og hasar í flottri umgjörð.

Einkunn: 3 af 5 hauskúpum
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fer alltof mikið út af sporinu
Pirates of the Caribbean átti að enda með PC: At World's End ekki halda áfram með tilgangslausu framhaldi. PC:At World's End hefði verið fullkominn endir á þessari seríu, hví ? Jú þar dóu tveir vondir "karlar" og þá hver er tilgangurinn að búa til annan vonda karl ?. Svo þegar ég frétti það að þeir ætla að búa til mynd nr 5 líka þá er full langt gengið, í endanum þá er ekki gert ráð fyrir framhaldi, afhverju þá að gera framhald. Fyrir utan það allt saman þá er PC: On Stranger Tides alveg fínasta mynd en fer ansi oft út af laginu.

Jack Sparrow (Johnny Depp) fréttir það að J.Sparrow væri að leita að áhöfn og skipi en hann er ekkert að því en þær sögur segja annað svo J.Sparrow fer að leita í grunninn á þessu málefni svo hann kemst að þeirri niðurstöðu að Angelica (Penélope Cruz)er að koma þessu af stað svo hún geti sloppið fra Englandi. J.Sparrow vaknar eftir smá árás uppi í skipi Blackbeard (Ian McShane) sem er alveg illur galdra sjóræningi svo að J.Sparrow nær saman liði til að gera uppreisn á skipinu og ná yfir því, því að þeir trúa ekki að þeir eru á skipinu hans Blackbeard því hann heldur sér alltaf inni og fer sjaldan út en þegar J.Sparrow og félagar tapa þessari uppreisn þá gerist J.Sparrow "vinur" Blackbeard til að halda lífi. Svo þegar J.Sparrow er að sleppa frá Blackbeard þá hittir hann J.Sparrow gamlan vin Barbossa (Geoffrey Rush) en Barbossa er ekki lengur með J.Sparrow í liði núna því hann gerðist skipstjóri hjá Englands Kónginum King George (Richard Griffiths) til að fá ekki allt England á sig þá platar hann alla Kóngs áhöfnina og leiðir þá með sér að finna " Fountain of Youth" sama er Jack að gera nema það að hann er að reyna að plata Blackberad í það sama.

Jack Sparrow er ekki viss hvort hann fann ástina í lífi sínu sem ætti þá að vera Angelica en það sem er líka að hrjá Jack er það að Angelica er dóttir Blackbeard á meðan að Blackbeard er hans versti óvinur í augnablikinu. The Spaniard (Óscar Jaenada) er með tvo bikara sem Jack og allir sem ætla að finna "Fountain of Youth" er með svo þegar Jack og Barbossa eru búnir að takast höndum þá stela þeir þessum bikurum og flýja svo. Barbossa missir fótinn sinn í bardaga sem við fáum aldrei að sjá. En svo er spurningin hvor nær Fountain of Youth ??? Jack, Barbossa (og félagar), Blackbeard eða The Spaniard....

Sko þessi Pirates 4 er ekki eins góð og maður heldur. Ég fór á hana í bíó og var með einhverjar væntingar og kom út ósáttur með þetta allt. Þegar maður hugsar um Jack Sparrow þá veit maður það að hann er eins og hann er og ef það koma svona margar myndir um hans ævintýri þá verður þetta allt svoldið þreytt og þá fær maður svona ógeð af Jack Sparrow sem er alls ekki gott því hann er frábær karakter annað en sumir í Pirates 4 þá eru þarna nokkuð margir sem eiga sér enga átt því þeir eru ekki neitt, neitt skemtilegir.

Þegar Pirates At World's End endaði þá var ég sáttur með endirinn sem ég hélt þá að þetta ævintýri endaði en nei því þeir þurftu að taka sér aðra átt og búa til fleiri vonda menn og hafa fullt af einhverju bulli í þessu öllu saman. Þegar Pirates At World's End endaði það væri fullkominn endir því þá dóu Davy Jones og líka Cutler Beckett (Tom Hollander) þeir vour aðal vondu mennirnir sem eru búnir að vera í Pirates seríuni en þeir þurfu að bæta inn einum öðrum Blackbeard's en hann er ekkert skárri en Cutler báðir hundleiðinlegir.

Hvað er samt málið með skipið hans Blackbeard's því hann getur allt í einu spúið eldi og látið eins og veit ekki hvað. Svo vantaði líka aðal skipið The Black Pearl en það kom jú smá en ekki nóg ef við tökum saman min sem Black Pearl er í þá nægir það ekki í 4 min samtals. Þrátt fyrir það þá getur maður gleymt sér aðeins og horft framhjá öllum þessum göllum sem ég er búinn að lesa upp þá getur maður alveg fýlað hana en samt þessir gallar eru aðal gallarnir, ég ætla ekki að fara í öll smáatriðin.
Philip (Sam Claflin) er trúaður "sjóræningi" og er fastur á skipinu hans Blackbeard's og hann fann víst ástina í lífinu sínu en vandamálið er það að hún er hafmeyja og er fangi hjá Blackbeard's og er banvæn.

Gibbs (Kevin McNally) kemur ekki mikið fram því miður en hann nær samt að vera gáfaður og leggur kortið á minnið (Fountain of Youth) því Jack lætur hann fá það til að flýja svo hann fer að leggja það á minnið. Svo fer Gibbs í hendur Barbossa þá vill Barbossa hengja Gibbs en Gibbs nær að halda sér á lífi því hann kann kortið utanað og veit hvert á að fara, sem er alveg sniðugt því þá lifir hann. Vandamálið er það að Gibbs er líka frábær karakter en hann nær ekki að spreyta sig og verða hann sjálfur þarna því hann er fangi. Það böggar mig mikið er það að Barbossa er búinn að missa fótinn og þá er hann ekki sami maður og hann var því hann þarf að passa sig betur en hann gerði og þar er ekki gaman að sjá einn svalasta sjóræningja sögunar með einn fót það er samt basic en ekki flott, því miður þá fer það mikið í taugarnar á mér.

Endirinn er algjör steypa, því þar fara þeir virkilega út af sporinu og fara ekkert aftur inná það og svo endar myndin bara. Ef þeir ætla að gera mynd nr 5 þá þurfa þeir að vanda endinn betur og ekki sleppa sér í ímyndunaraflinu. Endirinn sekkur Pirates 4 alveg niður.


Einkunn: 6/10 - Flott mynd en þarf að vanda sig MIKLU betur en þeir sýna okkur hér og Jack Sparrow er alltaf hann sami og Blackbeard er ekki skemmtilegur karkater en samt hann á sín móment. Fín söguþráður en þeir þurfa að vanda sig betur...Og endirinn er ekki góður hann er hræðilegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Löt og tilgangslaus
Ég man eftir að hafa horft á fyrstu Pirates-myndina og hugsað: "Vá, ef Johnny Depp væri ekki í þessu þá yrði þessi mynd alveg skrambi ómerkileg, alveg sama hversu flott hún er." Þegar Jack Sparrow steig fyrst á sviðið féllu næstum því allir fyrir þessum sjálfhverfa róna, enda var hann hinn fullkomni hliðarkarakter (sem var einungis settur fremst á plakötin vegna þess að Depp var þekktasti leikarinn) sem þjónaði hefðbundnu sögu aðalpersónanna mjög vel. Orlando Bloom og Keira Knightley voru ágæt en fyrsta myndin hefði aldrei verið þess virði að mæla með ef þau hefðu ein hirt alla athyglina. Svo komu framhaldsmyndirnar og söguþræðirnir stækkuðu og flæktust aðeins (til hins betra, að mínu mati) en aldrei dytti mér í hug að það yrði jafn slæm pæling að setja Depp í forgrunn og sleppa turtildúfunum. Stundum þarf bara þetta ómerkilega að fylgja með svo maður geti metið það góða betur.

Satt að segja er ég á móti því að þessi mynd hafi verið gerð. Stórmyndir gerast einfaldlega ekki tilgangslausari en þetta og eina ástæðan fyrir tilvist hennar er sú að Jerry Bruckheimer vantar meiri pening (hann sá greinilega að Prince of Persia-sería var ekki í spilunum). Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides er samt tilgangslaus af góðri ástæðu, og það er sömuleiðis góð ástæða af hverju það þýddi ekkert að draga Bloom og Knightley aftur í þetta (ég ber þ.a.l. mikla virðingu fyrir þeim fyrir að snúa ekki aftur). Sagan þeirra er búin, og hún endaði bara prýðilega í seinustu mynd. Saga Jacks Sparrow ætti í rauninni líka að vera búin því karakterinn gengur bara út á það að hugsa um sitt eigið skinn, hella sig fullann og breytast í hetju fyrir slysni. Það er bara ekki mikið sem hægt er að gera með svona einfalda – en samt sem áður klassíska – persónu.

Það hefði algjörlega verið rétta leiðin að loka Pirates-bókinni með þriðju myndinni. Ég mun aldrei skilja það skilyrðislausa hatur sem sú mynd fékk, því mér fannst hún æðisleg – án efa sú besta í röðinni. Hún var bara eitthvað svo súr, skemmtileg og epísk. Miðað við mainstream Hollywood-mynd fannst mér líka mjög kjarkað af henni að vera eins flókin og hún var, þótt ég held að flestum hafi bara fundist hún of flókin því hinar myndirnar voru svo geysilega einfaldar. En burtséð frá því þá þurftum við ekki á annarri Pirates-mynd að halda. Ekki síst þegar sú mynd er svona löt, óspennandi, óheillandi, húmorslaus (að megnu til a.m.k.) og faktískt bara ófullnægjandi á flesta vegu.

Allt í einu er mér orðið drullusama um Jack Sparrow. Depp stendur sig vel ennþá og það er ánægjulegt að hann skuli ennþá fíla sig í rullunni eftir allan þennan tíma. Karakterinn sjálfur er bara orðinn fyrirsjáanlegur og þreyttur, sem sýnir að það er hægt að fá of mikið af því góða, sem er samt pínu kaldhæðnislegt vegna þess að það er voða lítið sem jafnast á við það sem hinar myndirnar gerðu. Ef eitthvað þá er alls ekki nógu mikið af hinu góða ef maður útilokar aðalkarakterinn. Það er líka ófyrirgefanlegt að mynd sem er sú fjórða í röðinni á gríðarlega vinsælli Disney-seríu skuli vera þynnri og lágstemmdari heldur en hinar þrjár. Mér finnst nefnilega ekki eins og aðstandendur hafi verið að reyna neitt á sig. Nánast allt fer eftir uppskrift og í kjölfarið vantar alveg skemmtanagildið og sálina. Þið getið sett út á þriðju myndina eins og ykkur sýnist, en viðurkennið samt að hún reyndi heilmikið á sig og prufaði nýja hluti.

Sumir geta vissulega glatt sig yfir því að Bloom og Knightley séu farin, en ég efa að það verður fagnað því lengi vegna þess að þær persónur sem komu í staðinn eru þrefalt leiðinlegri. Hér um bil allar aukapersónurnar í myndinni eru hundleiðinlegar, nema þær fáu sem voru líka í hinum þremur (þ.e.a.s. Barbossa og Gibbs). Penélope Cruz (sem lék á móti Depp í Blow) sýnir hlutverki sínu fínan áhuga og leynir á sér áhugaverðri persónu, en hún kemst ekki vel til skila því frammistaðan er flöt og óeftirminnileg. Ég fékk leið á henni eftir hálftíma, og nöldrinu hennar. Breski töffarinn Ian McShane náði ekki heldur að gera neitt sérstakt með skjátímann sinn. Venjulega hefur þessi maður afar kröftuga nærveru og rödd hans ein og sér ætti að tryggja eitt besta sjóræningjaillmenni sem maður hefur séð, en svo eyðir hann bara allri myndinni í að labba um, urra og gretta sig. Hann á að vera sjóræninginn sem allir aðrir sjóræningjar óttast, eða svo segir handritið, en ég sá neitt aldrei merkilegt við hann og hefði frekar þegið Davy Jones aftur í staðinn. Mesta tímaeyðslan fer hins vegar í tilgangslaust samband á milli trúboða og hafmeyju. Það plott tengdist heildarsögunni lítið og endirinn á því var aumur og fullkomlega áhrifalaus.

Talandi um hafmeyjur samt, þá voru þær eiginlega það eina sem On Stranger Tides gat boðið upp á sem hinar gerðu ekki, sem er fyndið miðað við það að titillinn er gróflega þýddur sem “Á ókunnugum slóðum.” Í smástund heldur maður að sagan geri eitthvað spennandi með vúdúbrúður, en það rætist ekkert úr því. Miðað við hversu umfangsmiklar hinar myndirnar voru er gjörsamlega óskiljanlegt hvað þessi er róleg og jarðbundin í samanburði. Ég er ekkert á móti þeirri stefnu ef sagan er sterk, en þar sem að þetta eru ævintýramyndir sem ætlaðar eru breiðum hópum þá er það frekar slappt að spara hasarinn í fjórðu lotunni, og allt hugmyndaflugið. The Curse of the Black Pearl, Dead Man's Chest og At World's End voru allar mjög eðlilegar sjóræningjasögur með smá kryddi. Þær gáfu okkur uppvakninga, mannætur, sæskrímsli (stór og smá), svarthol, dverg, skekktan raunveruleika og ýmislegt annað. On Stranger Tides færir okkur... reiðar hafmeyjur. Húrra...

Söguþráðurinn almennt er svakalega bragðlaus, og ég sat aldrei á sætisbrúninni bíðandi eftir að sjá hvernig hann myndi spilast út. Ekki í eina mínútu. Hasarinn er stundum mátulega fínn og hefði virkað ef þetta væri ekki þriðja framhaldsmyndin í seríu. Setningin “been there, done that” bergmálaði í kollinum mínum. Ég efast heldur ekki um að þeir sem sækjast eftir góðum stórmyndahasar verði fyrir miklum vonbrigðum með lokakaflann á þessari mynd. Lætin eru alveg í lágmarki og fjörið líka. Við sjáum einungis fullt af mönnum sem okkur er alveg sama um slást í 5 mínútur og svo er allt búið. Þetta er eins og að horfa á indí-mynd þegar maður ber þetta saman við t.d. Kraken-senurnar.

Augljóslega er ég að bera On Stranger Tides mikið saman við fyrri myndirnar en annað er nú varla hægt, sérstaklega ef þú ert aðdáandi seríunnar. Ég skemmti mér konunglega yfir þríleiknum og þó svo að ég hafi verið meira svartsýnn heldur en bjartsýnn gagnvart þessari fyrirfram, þá settist ég í bíósætið með þeirri von um að hafa gaman. En jafnvel ef ég myndi sleppa samanburði og meta þessa mynd sem staka einingu þá er hún samt hæg, langdregin og oft leiðinleg. Hvað leikstjóraskiptin varða þá bjóst ég aldrei við öðru en að Rob Marshall gæti búið til mynd sem liti frábærlega út, og þessi gerir það svo sannarlega. Sviðsmyndir, brellur og búningar eru fyrsta flokks og maðurinn kann hiklaust að stilla upp skotum. Ég held þó að hann hafi ekki alveg fattað hvað það var sem gerði hinar svona góðar. Hann sýnir hasarnum ekki jafn miklum áhuga heldur og tónlistarnúmerunum sem einkenndu Chicago og Nine. Ég vil samt ekki skella allri skuldinni á bara hann þar sem hann fékk heldur betur óvandað og þurrt handrit til þess að vinna úr. Það getur ekki verið auðvelt að búa til spennandi og stuðmiklar hasarsenur í kringum svona óathygsliverða sögu.

Pirates 4 er langbest á fyrsta hálftímanum, enda mest um að vera þá. Myndin er ekki beint léleg yfir heildina en engu að síður metnaðarlaus og stundum eirðarlaus. Þessi leti sem hún sýnir dregur hana niður úr algjöru miðjumoði í eitthvað sem er alls ekki að vera þess virði að borga fullt verð fyrir að sjá. Seinast þegar svona óboðinn gestur kom og skemmdi góðan þríleik var árið 2008, og titill þeirrar myndar endaði á orðunum Crystal Skull.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

14.05.2017

Paul McCartney mættur í sjóræningjabúningnum

Bítillinn og rokkgoðið Sir Paul McCartney birti í gær mynd af sér í hlutverki sínu í Pirates of the Caribbean: Salazar´s Revenge.  Miðað við það sem sjá má á myndinni er eins og hann sé að fara á furðufatabal...

02.03.2017

Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales - Fyrsta stikla!

Nýjasta Pirates of the Caribbean myndin, Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, verður frumsýnd 26. maí nk. Í dag kom fyrsta stikla í fullri lengd út, og miðað við það sem þar er að sjá má búast við sannka...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn