Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

StreetDance 3D 2010

(StreetDance)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. júní 2010

98 MÍNEnska

Götudanshópur og listdanshópur verða að vinna saman til að eiga möguleika á sigri í stórri danskeppni.

Aðalleikarar

Ulla bjakk
Ég álpaðist inn á Streetdance í von um að sjá eitthvað sem hægt væri að skemmta sér yfir en nei. Neinei. Hérna er soðið saman glötuðum leik, ömurlegri sögu, hryllilegri tónlist og svo vondu handriti að manni langar til að æla. Dansatriðin eru kannski í sjálfu sér ekkert slæm en í staðinn fyrir að vera það sísta við myndina eins og ég bjóst við, þá eru þau það skásta og þau eru samt ekki það góð sem segir heilmikið. Allar persónurnar í Streetdance eru svo pirrandi og illa leiknar og illa skrifaðar að það er fáránlegt. Ásættanlegur leikur hefði kannski mögulega gert áhorfið skárra. Þrívíddin reddaði ekki neinu heldur, ég fann allavega lítið fyrir henni. Ég verð að gefa enga stjörnu í einkunn, versta mynd ársins enn sem komið er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vond mynd + flottur dans = slöpp mynd
Ef StreetDance er mynd sem þig langar að sjá þá er ekki feitur séns að þú ætlir þér að sjá hana útaf sögunni, persónunum eða deilunum sem fylgja þeim. Onei, þú horfir á hana til þess að sjá dansatriði, og FULLT af þeim. Það jákvæðasta sem ég get sagt um þessa mynd er að áhugasamir fá nákvæmlega það sem þeir sækjast eftir (þeir þurfa að vísu að sýna þolinmæði í hvert skipti sem þessi svokallaða saga tekur völdin). En til hvers þurfum við öll að þola það að sitja í gegnum kjaftæðið sem kemur inn á milli þegar ekki vottur af áhuga fyrir því er til staðar? Er ekki þá alveg eins hægt að horfa á So You Think You Can Dance og fá það sama út úr því??

Það er alltaf jafn spes að sjá kvikmynd sem er bæði virkilega flott á köflum en samt alveg hræðileg yfir heildina. Þetta á því miður við um StreetDance (eitt orð semsagt?). Það er slatti af öflugum dansatriðum til staðar og nokkur þeirra gera mann gjörsamlega orðlausan. Afgangurinn er hins vegar svo slæmur að maður gapir næstum því jafn mikið yfir honum og flottu atriðunum.

Sagan er eins og þroskaheft afkvæmi allra helstu dansmynda sem eru ætlaðar unglingum. Klisjurnar eru svo margar að þú gætir búið til drykkjuleik úr þeim og verið rotaður áður en þessar 90-og-eitthvað mínútur eru búnar. Sjáum til; Hér höfum við t.d. ástarþríhyrning, "vondu" andstæðingana, leiðinlegu kennarana og gríðarlegt magn af ungmannagauppreisn (eitthvað sem fylgir ALLTAF svona myndum). Það eru svona ófrumlegheit - og mun fleiri - sem hendast framan í okkur á meðan við þurfum að bíða eftir næsta dansatriði. Svo er leikurinn svo pirrandi að manni hreinlega verkjar. Það versta er samt að þessi mynd er ekki svo léleg og kjánaleg að þú hlærð þig máttlausan og skemmtir þér eins og vitleysingur (í því samhengi dettur mér í hug You Got Served). Hún er bara leiðinleg.

Aðstandendur þessarar myndar pældu augljóslega ekki í neinu öðru en því sem fólk borgar til að sjá. Það er í sjálfu sér ekkert að því, en hefði það virkilega verið svona erfitt að gera innihaldið *aðeins* ferskara? Dansmynd styrkist alveg rosalega á því að hafa persónur sem manni er ekki drullusama um og sérstaklega drama sem er ekki eins og það sé tekið úr gelgjulegri sápuóperu. Ég sé bara ekki fyrir mér að neinn sem er skriðinn upp úr kynþroskaskeiðinu geti notið þess að horfa á þessa mynd, ekki nema Fast Forward-takkinn fái að spila stóran þátt í áhorfinu. Mikið saknaði ég hans mikið hér.

4/10

PS. Hef sjaldan séð eins mikla sóun á 3D, og þar er heilmikið sagt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn