Náðu í appið
Öllum leyfð

The Prince of Egypt 1998

Frumsýnd: 26. desember 1998

Two brothers united by friendship divided by destiny

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Ótrúleg saga af tveimur bræðrum, Moses og Ramses, einn fæðist með blátt blóð í æðum, og einn er munaðarleysingi með leynilega fortíð. Þeir alast upp sem bestu vinir, og eru bundnir nánum böndum. En sannleikurinn mun á endanum skilja þá að, þar sem einn verður leiðtogi valdamesta ríkis á jörðinni, en hinn verður leiðtoginn sem alþýðan kýs sér.... Lesa meira

Ótrúleg saga af tveimur bræðrum, Moses og Ramses, einn fæðist með blátt blóð í æðum, og einn er munaðarleysingi með leynilega fortíð. Þeir alast upp sem bestu vinir, og eru bundnir nánum böndum. En sannleikurinn mun á endanum skilja þá að, þar sem einn verður leiðtogi valdamesta ríkis á jörðinni, en hinn verður leiðtoginn sem alþýðan kýs sér. Sagan hefst í Egyptalandi til forna. Móðir, full örvilnunar, setur son sinn í körfu og lætur Guði Hebrea leiðbeina honum niður ánna. Drottningin finnur körfuna og Moses er alinn upp sem bróðir erfingja krúnunnar, Ramses. Mörgum árum síðar skiljast leiðir bræðranna, eftir hamingju ríka æsku í velmegun. Moses kemst í tengsl við bakgrunn sinn og arfleifð og flýr borgina í örvæntingu. Guð kallar á Moses. Hann fær það hlutverk að verða sendiboði sem á að frelsa Hebrea og leiða þá til fyrirheitna landsins. ... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd fjallar um Móse í Gamla testamentinu og hvernig hann var prins í Egyptalandi þangað til að hann komst að því að hann hefði í raun bara verið sendur í vöggu niður Níl og endað hjá Konungi Egypta. Hvernig hann síðan skildi við ríkidæmið og fór burt og reyndi með boðum guðs að frelsa Ísraelsþjóð úr ánauð frá Egyptalandi. Þessa mynd tel ég vera ágætlega heppnaða enda tók það fjögur ár að gera hana, en þetta er einmitt fyrsta teiknimynd Dream Works, en einn eigandi þess er Steven Spielberg. Þessi mynd höfðar til fullorðinna frekar en barna og er hin ágætasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Góð og frumleg teiknimynd og miklu betri en þetta Disney drasl. Myndin fjallar um Móses eða þegar hann sér Egeypta vera að hýða Hebrea drepur hann hann og flýr frá Egeyptalandi. Þegar hann fer að eiga heima hjá fólki sem hann hittir í eyðimörkinni giftist hann konu sem hann hittir. Einn veðurdag er hann að skoða sig um og fer inn í helli. Þar er runni í logum og hann hefur auðvitað aldrei séð neitt annað eins á ævi sinni. En runnin er Guð Almáttugur sjálfur og hann segir honum að leiða Hebrea frá Egeyptalandi og úr þrældómnum. En æskubróðir hans er orðinn Faraó og hann leyfir Móse ekki að fara með þjóðina yfir. Þá sendir Guð tíu plágur á Egeyptalandi og á meðal þeim eru engisprettur,vatn breytist í blóð,dauðdagi allra frumburða ofl. En Faraóinn á son en hann dó í frumburða plágunni þannig að hann getur ekki tekið meira og leyfir Móse að fara. Svo gerist kraftaverkið sem allir þekkja,það er þegar Móse er kominn að Rauðahafinu og Egeypskir hermenn á hælum þeirra. Þá klofnast hafið í tvennt og Hebrear fara yfir. En Egeyptarnir hlaupa líka en einmitt þegar Hebrear eru komnir yfir fer vatnið aftur á sinn stað og allir Egeyptarnir drukkna. Svo myndin endar á því með boðorðstöflunum. Ég vona að það koma framhaldsmyndir því þær verða trúa ég nokkuð magnaðar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The prince of Egypt er frumleg og skemmtileg teiknimynd. Þetta er bara ein af betri myndum sem Walt Disney hefur sent frá sér og ég hef mjög gaman af henni. Hún fjallar um líf Móse, allt frá fæðingu og til ferðar hans með Ísrael yfir Rauðahafið. Myndin er mjög vel skrifuð, skemmtileg og ég mæli með henni fyrir alla þá sem enn hafa gaman af teiknimyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Prince of Egypt er einstaklega vel heppnuð teiknimynd. Hún er það besta sem sent hefur verið síðan The Lion King var gerð. Teikningarnar eru hreint einstakar, leikraddirnar óaðfinnanlegar og öll umgjörð glæsileg. Sagan er náttúrulega alþekkt og kemur furðulega vel út í teiknimyndaformi. Það sem virkar samt við þessa mynd umfram allt annað er samband bræðranna, bæði sem vinir og óvinir. Báðir eru þeir sterkir persónuleikar sem umhverfið mótar. Annar lifir í hóglífi og velsæld og gengur allt í haginn á meðan hinn lifir í fátækt og örbyrgð en fær tækifæri á að frelsa alla Gyðinga úr Egyptalandi. Myndin er líka mun meiri stórmynd en t.d. Mulan þótt hún sé líka góð. Bestur af aukaleikurum finnst mér vera Jeff Goldblum sem kemur ótrúlega vel út sem bróðir Móse. Einnig er tónlistin í myndinni betri en hún hefur verið á undanförnum árum enda eftir þá sömu og gerðu The Lion King. Endirinn þegar Móses færir Rauðahafið í sundur er ógleymanlegur. Í alla staði mjög vel gerð og skemmtileg teiknimynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sagan af því þegar Guð kallaði Móse til að leiða lýð sinn út úr þrældóminum í Egyptalandi til fyrirheitna landsins er sígild. Enda þótt þessi teiknimyndaútfærsla eigi meira skylt við Cecil B. DeMille en II. Mósbók, er hún vel af hendi leyst og ætti að reynast flestum gyðingum, kristnum og múslimum ásættanleg. Það er full ástæða til að færa sögur Biblíunnar á hvíta tjaldið, enda er kvikmyndin það listform, sem nýtur hvað mestra vinsælda meðal almennings nú á dögum, og ritningin er hafsjór menningarlegra gullkorna, sem allir ættu að kunna skil á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn