Black Swan
2010
Frumsýnd: 4. febrúar 2011
I just want to be perfect.
108 MÍNEnska
85% Critics
84% Audience
79
/100 Natalie Portman fékk bæði Óskarsverðlaunin og Golden Globe styttuna sem og SAG verðlaunin sem besta leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í myndinni.
Nina er ballettdansmær í New York City ballettinum og líf hennar snýst allt um ballettdans.
Hún býr með stjórnsamri móður sinni, Ericu, sem er fyrrum ballerína. Þegar listræni stjórnandinn Thomas Leroy ákveður að skipta út aðalballerínunni Beth MacIntyre í opnunarstykki vetrarins, Svanavatninu, þá er Nina fyrsti kostur í hlutverkið. En nýr dansari veitir... Lesa meira
Nina er ballettdansmær í New York City ballettinum og líf hennar snýst allt um ballettdans.
Hún býr með stjórnsamri móður sinni, Ericu, sem er fyrrum ballerína. Þegar listræni stjórnandinn Thomas Leroy ákveður að skipta út aðalballerínunni Beth MacIntyre í opnunarstykki vetrarins, Svanavatninu, þá er Nina fyrsti kostur í hlutverkið. En nýr dansari veitir henni harða samkeppni, Lily.
Svanavatnið þarf dansara sem getur túlkað hvíta svaninn með reisn og sakleysi, en einnig svarta svaninn, sem stendur fyrir slægð og munúð. Nina passar fullkomlega í hlutverk hvíta svansins en Lilly er fullkomin í hlutverk svarta svansins. Ballerínurnar þróa með sér vinskap, þrátt fyrir samkeppnina, og Nina fer að þróa með sér dekkri hlilð sem gæti reynst henni dýrkeypt.... minna