Náðu í appið
Öllum leyfð

The Jungle Book 1967

(Skógarlíf)

Í skóginum getur allt gerst!

78 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 88% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Disney-myndin Skógarlíf (Jungle Book), sem byggð er á sögum Rudyards Kipling um skógardrenginn Mowgli, kemur nú út í endurbættri útgáfu á DVD og BluRay. Það er liðinn talsverður tími síðan þetta meistaraverk Walts Disney var fáanlegt og fyrir löngu kominn tími til að endurútgefa það fyrir nýjar kynslóðir áhorfenda sem ekki hafa fengið tækifæri... Lesa meira

Disney-myndin Skógarlíf (Jungle Book), sem byggð er á sögum Rudyards Kipling um skógardrenginn Mowgli, kemur nú út í endurbættri útgáfu á DVD og BluRay. Það er liðinn talsverður tími síðan þetta meistaraverk Walts Disney var fáanlegt og fyrir löngu kominn tími til að endurútgefa það fyrir nýjar kynslóðir áhorfenda sem ekki hafa fengið tækifæri til að sjá hin skemmtilegu ævintýri skógardrengsins Mowglis og bæði vina hans og óvina í frumskógum Indlands. Fyrir utan að koma nú út á BluRay hafa bæði mynd- og hljóðgæði verið yfirfarin og bætt auk þess sem búið er að talsetja myndina á íslensku. Þess utan kemur hún einnig út með upphaflegu Teiknimynd tali og íslenskum texta.... minna

Aðalleikarar

Sumt gott, sumt slæmt
Af Disney-teiknimyndunum frá '50-'89 þá virðist The Jungle Book vera í uppáhaldi hjá flestum. Og þrátt fyrir að ég skilji fullkomlega af hverju þá var ég aldrei sérstaklega hrifinn af henni. Hún hefur slatta af góðum karakterum en því miður eru líka eitthvað af leiðinlegum karakterum.

Einn af stærstu göllunum við myndina er hversu lítinn söguþráð hún hefur og nýtir hann ekki mjög vel. Það er fullt af atriðum sem hafa engan tilgang sem annað hvort skemmtu mér eða pirruðu mig. Bestu dæmin um bæði atriðin eru þegar fílarnir koma (atriðið þegar Winifred er að rífast við Haithi er áreiðanlega besta atriði myndarinnar) og þegar aparnir koma (apakóngurinn var byggður upp á frægum jazzara sem talaði fyrir hann, en hann náði samt að vera rosalega pirrandi).

Karakterarnir eru annaðhvort eftirminnilegur eða gleymdir. Illmennin eru bæði minnugir. Kaa hefur mjög góða rödd (sá sem talar fyrir hann er sá sami og talaði fyrir Bangsímon) og dáleiðslan sem hann notar hefði getað verið góð hefði ekki verið fyrir hindranir. Því miður kemur hann ekki mikið fram í myndinni, og það er það eina neikvæða sem ég get sagt um hann. En Shere Khan (hlýtur að vera leiðinlegt að hafa þetta eftirnafn eftir Star Trek 2) er aðalástæðan fyrir því að sjá myndina. Hann kemur reyndar ekki mikið fram í myndinni en maður getur alltaf fundið fyrir hversu ógnandi hann er í gegnum aðra karaktera sem eru að tala um hann. Síðan þegar hann kemur stelur hann öllum atriðum sínum. Röddin (talaður af George Sanders) er frábær og hann nær að koma með einn flottasta endi á lagi sem ég hef heyrt. Baloo og Bagheera gleymdust fljótt fyrir mér, eins og úlfarnir og hrægammanir, þó Baloo átti sín moment.

Tónlistin, handritið og útlitið er með því betra frá Disney síðan á gullöldinni, þó lögin séu ekki rosalega minnug. Eitt annað smáatriði sem ég hafði gaman af var hversu margir enskuhreimar voru í myndinni, t.d. voru hrægammanir með Cockney hreim, Baloo með bandarískan hreim og Shere Khan með breskan yfirstéttarhreim.

Mowgli fannst mér alltaf vera leiðinlegur. Hann var allan tímann óáhugaverður og barnalegur (ég veit að hann var um 10 ára gamall en samt). Ekki einu sinni hélt ég með honum á móti Shere Khan (sem hatar víst menn). Síðan fer hann á endanum að vera miklu heimskari. Ég vil ekki spoila hvað gerist en það er eitt að vera hugrakkur og annað að vera fífldjarfur.

Ég get fullkomlega skilið af hverju fólk elskar þessa mynd en mér fannst hún vera með stóra blöndu af góðum hlutum, gleymdum hlutum og slæmum hlutum.

6/10; há sexa, en samt sexa
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.02.2022

Besti vinur mannsins

Hundurinn, besti vinur mannsins, og fleiri skemmtileg dýr verða í aðalhlutverkinu í íslenskum bíóhúsum á morgun. Þrjár nýjar kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna verða þá frumsýndar og ferfætlingar og furðuverur láta lj...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

15.06.2018

Dumbo flýgur á eyrunum í fyrstu stiklu

Í ljósi þess að leiknar nýlegar Disney kvikmyndir eins og The Jungle Book og Beauty and the Beast hafa skilað drjúgum skildingi í kassann, og heppnast vonum framar, þá heldur fyrirtækið nú áfram á sömu braut. Nú er það h...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn