Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Black Cauldron 1985

Hidden by darkness. Guarded by witches. Discovered by a boy. Stolen by a king. Whoever owns it will rule the world. Or destroy it.

80 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Ungur drengur, Taran, og nokkrir ólíkir vinir fara í ferðalag í leit að hlut sem býr yfir drungalegum og stórhættulegum svartagaldri. Áríðandi er að finna hann áður en hluturinn kemst í hendur djöfullegs einræðisherra.

Aðalleikarar

Einbeitir sér of mikið að útlitinu
The Black Cauldron er áreiðanlega með klisjuminnstu Disney-myndum sem höfðu komið á þessum tíma. Þetta er fyrsta myndin til að hafa ekkert lag, hafði myklu myrkara andrúmsloft en flestar aðrar (Pinocchio og Fantasia eru þær einu sem hægt er að bera saman við, en þessa var sú fyrsta sem var ekki við hæfi ungra barna), fyrsta myndin til að nota tölvutækni (þó hún sé auðvitað ekkert sérstök) og fyrsta myndin sem hafði kreditlistann í enda myndarinnar eins og sést nær eingöngu núna í kvikmyndum alls staðar. Ef maður lítur eingöngu á þetta ætti maður að búast við frekar góðri mynd, og ef ekki þá allavega frumlega Disney-mynd. En á meðan hún hefur einhvern frumleika (þetta er til dæmis fyrsta Disney-myndin sem kom með uppreisnagjarna prinsessu, en það var eitt af stærstu einkennum 10. áratugarins) þá get ég ekki sagt að hún sé góð.

Fyrsta sem ég get sagt um hana er að allar persónurnar gleymast mjög fljótt í henni og sömuleiðis söguþráðurinn. Aldrei hefur hvort tveggja gleymst svona fljótt hjá mér yfir Disney-mynd, og ég hef horft og hina hræðilegu mynd um Robin Hood. Taran hefur alveg mjög kunnulegan persónuleika (strákur úr lægri stéttunum sem vill verða eitthvað stórt) en hann og prinsessan Eilonwy eru bæði frekar óáhugaverð og ég gat ekki keypt þessa smá rómantík sem var á milli þeirra og sama með dramað. Fyrir utan endann þá gerir Fflam ekki neitt gagnlegt og það segir soldið samanborið við það sem er í gangi í gegnum myndina. Myndin er byggð á nokkrum bókum þannig að það er augljóst að aðalkarakterarnir verði minna flóknari og minna dýpri samanborið við bækurnar, en þeir hefðu auðveldlega getað gert betur en þetta.

Ég á líka erfitt með að segja hvernig mér fannst dýrið Gurgi. Ég held að besta lýsingin á honum sé að hann sé blanda af Gollum úr Lord of the Rings og Jar Jar Binks úr Star Wars. Ekki góð blanda. Hann gerir reyndar eitt sem ég átti engann veginn von á, en þessi áhætta eyðist strax í endanum þegar myndin kemur með eina af mest týpísku klisju Disney. Jafnvel þótt The Horned King lítur vel óhugnalega út þá kemur hann ekki nógu mikið fram í myndinni til að ég geti kallað hann gott illmenni, þó hann sé frekar vanmetinn samanborið við aðra. Nær allir karakterar sem ég hef ekki minnst á eru svipaðir, auðveldlega gleymdir.

Mér hefur alltaf fundist sérstakt að það var ekki komið með mikla ástæðu af hverju svínið Hen Wen var véfrétt (Oracle), eins og áhorfendur áttu að geta trúað því auðveldlega að svínið getur spádómskrafta. Og sömuleiðis með galdrasverðið.

En til að koma með eitthvað gott við myndina þá hefur hún mjög gott útlit og er myrk sem ég virði mjög vel þrátt fyrir að sumt sé ekki hægt að taka alvarlega (eins og aðstoðarmaður Horned King). Ef maður sér hvað Horned King vill gera þá passar útlitið vel við það, og það lítur þar að auki vel út. Og það er nógu mikið til að gefa þessari mynd mjög háa fimmu. Lítur vel út en hefur ekki góða karaktera.

5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn