Rain Man
1988
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
A journey through understanding and fellowship.
133 MÍNEnska
89% Critics
90% Audience
65
/100 Vann fjögur Óskarsverðlaun. Hoffamann fyrir besta leik, Levinson fyrir leikstjórn, besta handrit og besta mynd ársins.
Ýmis önnur verðlaun og tilnefningar.
Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig. Sem unglingur notaði Charlie bíl föður síns, Buick blæjubíl árgerð 1948 án leyfis og fór í fangelsi fyrir það í tvo daga eftir að faðir hans tilkynnti að bílnum hefði verið stolið.
Eftir dauða föðurins, þá erfir hann... Lesa meira
Charles Sanford "Charlie" Babbit er sjálfumglaður bílasali, kvennamaður og veðmangari, sem á í innri baráttu með sjálfan sig. Sem unglingur notaði Charlie bíl föður síns, Buick blæjubíl árgerð 1948 án leyfis og fór í fangelsi fyrir það í tvo daga eftir að faðir hans tilkynnti að bílnum hefði verið stolið.
Eftir dauða föðurins, þá erfir hann Charlie að rósum og bílnum, en allt annað, eða þrjár milljónir dala, fara í styrktarsjóð sem er ætlaður öðrum.
Charlie reiðist þessu og ákveður að kanna málið. Það lítur út fyrir að þessi sem á að fá peningana sé Raymond, bróðir Charlie, sem hann hefur aldrei þekkt. Raymond er einhverfur vitringur sem lifir í eigin heimi og býr á Walbrook stofnuninni.
Charlie rænir Raymond og ákveður að taka hann með í ferðalag yfir á vesturströnd Bandaríkjanna í þeirri von að komast yfir arfinn sem ætlaður er Raymond.
... minna