Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sleepers 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. janúar 1997

When friendship runs deeper than blood

147 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Fjórir drengir sem alast upp saman í Hell´s Kitchen í New York, fremja prakkarastrik sem leiðir til þess að eldri maður slasast. Þeir eru dæmdir í eins árs afplánun í the Wilkenson Center í nágrenni New York. Drengirnir eru þar barðir, niðurlægðir og misnotaðir kynferðislega af vörðunum sem áttu að gæta þeirra, og þetta hefur mikil áhrif á líf drengjanna.... Lesa meira

Fjórir drengir sem alast upp saman í Hell´s Kitchen í New York, fremja prakkarastrik sem leiðir til þess að eldri maður slasast. Þeir eru dæmdir í eins árs afplánun í the Wilkenson Center í nágrenni New York. Drengirnir eru þar barðir, niðurlægðir og misnotaðir kynferðislega af vörðunum sem áttu að gæta þeirra, og þetta hefur mikil áhrif á líf drengjanna. Þrettán árum síðar þá gefst óvænt tækifæri til þess fyrir strákana að hefna sín á stofnuninni og vörðunum sem misþyrmdu þeim í æsku.... minna

Aðalleikarar


Sleepers er byggð á sannri sögu(að ég held)og segir frá fjórum ungum pöttum sem eru misnotaðir af fangavörðum á unglingaheimili sem þeir dveljast á. Svo eru okkar einlægir látnir lausir, árin líða og þeir upphugsa áætlun um að hefna sín. Þetta er ágætis mynd, áhugaverð á köflum og vekur mann til umhugsunar. En þó veldur það örlitlum vonbrigðum hvernig okkar einlægir hefna sín. Hefndirnar eru ekki alveg nógu krassandi. Verðirnir hefðu átt að þjást aðeins meira. En jæja, ekki vantar leikaraúrvalið, Kevin Bacon er mjög góður sem einn varðanna, Robert de Niro kemur sterkur inn sem prestur og Brad Pitt stendur alltaf fyrir sínu. Að ógleymdum Dustin Hoffman. Þokkaleg mynd sem fær tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sleepers er ein af þessum myndum sem uppfylla allar þær kröfur sem maður gerir til mynda af þessu tagi, þetta er í annað sinn sem ég sé myndina og hún er ekki lakari.

Ótrúlegur góður leikur allra leikaranna sameinaður í mjög áhrifamikla sögu sem óhætt er að mæla með fyrir alla, það ætti engin að verða fyrir vonbrigðum með hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Talandi um eina af þessum myndum sem innihgeldur þvílíka liðið af frábærum leikurum en er síðan bara eins og maður myndi segja allgert crap. Þessi mynd er sorp. Maður er gjörsamlega að farast úr leiðindum þegar maður horfir á hana. Og allir þessir leikarar ná ekki að gera neitt fyrir myndina, en fá þó eina stjörnu fyrir að reyna. Söguþráðurinn er leiðinlegur. Um menn sem eru að rifja upp þegar þeim var nauðgað af ógeðslegum fangavörðum. Sjaldan séð mynd sem var jafn langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. Vel leikin og áhrifamikil. Baconið á stórleik virðist passa honum vel að leika fúlmenni. Níró gamli er í áhugaverðu hlutverki.Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla unnenda góðra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Með aðalhlutverkin í þessari úrvalsmynd fer hópur stórleikara á borð við óskarsverðlaunaleikarana Robert De Niro og Dustin Hoffman, ennfremur þau Brad Pitt, Jason Patrick, Kevin Bacon, Minnie Driver og Brad Renfro. "Sleepers" er áhrifamikil og verulega vel gerð mynd sem flestir ættu að sjá enda hefur hún fengið mjög góða dóma gagnrýnenda. Þetta er saga fjögurra manna sem ólust upp saman í hverfi í New York sem nefnt var Vítiseldhúsið vegna þess hversu illræmt það var fyrir glæpi og alls konar spillingu. Foreldrar drengjanna voru verkafólk sem bjuggu við kröpp kjör og áttu oft erfiða daga. Af þeim sökum bundust drengirnir fjórir traustri vináttu og mynduðu sín á milli nokkurs konar fjölskyldubönd. Þeir reyndu að halda sig frá glæpum en eins og hjá öðrum ungum drengjum gátu þeir ekki stillt sig um smá prakkaraskap annað slagið. En dag einn fór eitt slíkt prakkarastrik úrskeiðis og minnstu munaði að það ylli mannsskaða. Drengirnir voru handteknir fyrir vikið og sendir á heimili fyrir afbrotaunglinga þar sem þeir skyldu afplána 9 mánaða innilokun. Sú dvöl átti eftir að verða þeim dýrkeypt. Á heimilinu réð ríkjum vægðarlaus og ofbeldisfullur fangavörður sem misnotaði drengina og kvaldi sem mest hann mátti. Sú niðurlæging sem þeir þurftu að þola þennan tíma setti mark sitt á þá, hvern á sinn hátt, og þegar þeir sluppu út voru þeir orðnir breyttir menn. Leiðir þeirra skildu. Mörgum árum seinna sitja tveir þeirra inni á kaffihúsi þegar þeir sjá sitja við næsta borð fyrrnefndan yfirfangavörð og um leið kemur upp í þeim hefndarlöngunin. Þar með á saga þeirra greiða leið upp á yfirborðið á ný.... Einstök og vel leikin mynd af sannkölluðum toppleikurum sem ég mæli með og gef þrjár og hálfa stjörnu (eini mínusinn er afspyrnuslakur Brad Pitt). Að öðru leyti stórfengleg kvikmynd (loks leika þeir snillingar De Niro og Hoffman saman í kvikmynd, þeir léku einnig saman í "Wag the Dog" ári síðar). Ekki missa af "Sleepers", hún kemur á óvart
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn