Reservoir dogs er fyrsta mynd leikstjórans og leikarans Quentin Tarantino, fyrsta myndin sem ég sá eftir hann var Kill Bill 1 og núna er ég búinn að sjá allar nema Jackie Brown. Það er mikið farið aftur í tímann í þessari mynd að upprifja það sem gerðist ekki ólíkt Pulp Fiction. Þessi mynd fjallar um sex menn sem vita ekki nafn hvor annara en þekkja þá bara sem nöfn á litum. Það eru Mr. White(Harvey Keitel), Mr. Orange(Tim Roth), Mr. Blonde(Michael Madsen), Mr. Pink(Steve Bucsemi), Mr. Brown(Quentin Tarantino) og Mr. Blue(Edward Bunker). Þeim var safnað saman af Joe Cabot sem var að skipuleggja rán með þeim, rán til þess að stela demöntum. Ath þeir sem hafa ekki séð þessa mynd og ætla að sjá hana HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA. Myndin byrjar á því að það fossblæðir úr Mr. Orange því að hann var skotinn í magann og Mr. White og Mr. Pink fara með hann í vöruskemmu því ef að þeir myndu fara með hann á sjúkrahús þá myndu þeir verða handteknir. Þeir voru að ræna einum stað þegar allt í einu fór neiðarbjallan af stað og löggan var komin fyrir utan húsið á augnabliki. Það þíddi að einhver af þeim sex var lögga og var að þykjast að vera einn af þeim. Þá er bara spurningin hver er löggan? Ég ætla ekki að segja neitt meira um þessa mynd núna og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei