Náðu í appið
81
Bönnuð innan 16 ára

Predator 2 1990

Silent. Invisible. Invincible. He's in town with a few days to kill.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Lögreglumaðurinn Mike Harrigan, og hinn sjálfumglaði félagi hans Jerry Lambert, átta sig á því að það sem virtust í fyrstu vera blóðug átök milli jamaíska glæpagengis töfralæknisins Kikng Willie, og kólumbísks eiturlyfjahrings, er í raun og veru eitthvað allt annað og ógnvænlegra. Þegar í ljós kemur að geimvera gengur laus og drepur allt er fyrir... Lesa meira

Lögreglumaðurinn Mike Harrigan, og hinn sjálfumglaði félagi hans Jerry Lambert, átta sig á því að það sem virtust í fyrstu vera blóðug átök milli jamaíska glæpagengis töfralæknisins Kikng Willie, og kólumbísks eiturlyfjahrings, er í raun og veru eitthvað allt annað og ógnvænlegra. Þegar í ljós kemur að geimvera gengur laus og drepur allt er fyrir verður, snúa menn bökum saman gegn henni. ... minna

Aðalleikarar


Predator 2 gerist í Los Angeles borg árið 1997 þegar eiturlyfjabarónar frá Kólumbíu og Jamaíku eru í stöðugu stríði og borgarlögreglan á í vök að verjast. Annar Predator byrjar að skilja eftir sig slóð af líkum og nú býður löggan Mike Harrigan(Danny Glover) honum byrginn. Á sama tíma sér háttsetti alríkislögreglumaðurinn Peter Keys(Gary Busey) sér til ágætis að rannsaka geimveruna og hagnast á henni. Ég er víst í minnihlutahóp með að fíla þessa mynd. Persónulega finnst mér hún gallalaust framhald og gefur fyrri myndinni ekkert eftir hvað varðar hnyttin samtöl og hasar. Glover stendur sig prýðisvel og Busey hefur sjaldan verið eins góður og hér. Bill Paxton sem er líka í stóru hlutverki kemur með nokkra skemmtilega frasa. Líkt og í fyrri myndinni endurtekur Predatorinn ýmislegt sem fólk segir en hér er það meira áberandi. Mörg atriði í þessari mynd Predator 2 eru eftirminnileg og hún bara verðskuldar að vera framhald af hinni. Fullkomin mynd í alla staði og fær fullt hús, fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Léleg og leiðinleg mynd með Danny Glover um geimveru sem fer til Los Angeles til þess að drepa vopnað fólk.

Myndin er fáranleg og eiginlega ekkert gott við hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æi hvað þetta er dæmigert. Fín fyrsta mynd en svo kemur framhaldsmynd og eyðileggur allt. Leikararnir ofleika alltof mikið og svo virðist eins og allir sem komið hafi að gerð þessarar myndar hafi bara horft á fyrri myndina og fegið söguþráðinn þar bara á öðrum stað. Ekki nógu gott hjá Danny Glover.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það lá við að ég færi að gráta myndin er svo léleg, mér fannst

fyrri myndin algjör snilld en þessi er bara leiðinleg ég get ekki lýst henni betur ég leigði hana á fimmtudagskveldi og það lá við að ég færi að fara heldur að horfa á the bachelor(ég þoli ekki þáttinn)en Glover,Bill Pullman ná rétt svo að bjarga myndin og tæknibrellurnar er helvíti góðar miðað við það hvað hún er gömul en söguþráðurinn er bara leiðinlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkuð góð framhaldsmynd en örugglega miklu lélegri en Predator 1 með honum Arnaldi Svartshnegger. Nýr morðingi er kominn í Los Angeles og er búinn að drepa fullt af glæpamönnum og eyturlyfjaneytendum og taka af þeim skinnið (minnir á Silence Of The Lambs). Það kemur svo í ljós að þetta er rándýrið eða Predator og það er komið í L.A til að finna nýja bráð. Löggan Mike (Danny Glover,The Royal Tenenbaums,Lethal Weapon) ætlar að finna morðingjann áður en fyrirbærið drepur meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn