Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Good Will Hunting 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. febrúar 1998

Some people can never believe in themselves, until someone believes in them.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Vann 2 Óskarsverðlaun fyrir besta handrit og besta leikara í aukahlutverki (Robin Williams) og var tilnefnd til 7 fyrir besta leikara (Matt Damon), besta leikstjóra, bestu klippingu, bestu tónlist, besta frumsamda lag, besta mynd og bestu leikkonu í a

Myndin segir frá ungum manni, Will Hunting, sem starfar við þrif í skóla en býr yfir stærðfræðisnilligáfu sem hann vill þó ekki nýta sér til náms. Þegar kennari einn uppgötvar fyrir tilviljun hvað Will getur fer í gang dramatísk atburðarás ... Hjartnæm saga um ódælan ungan mann sem er að reyna að finna sig í lífinu. Hann lifir í veröld þar sem hann... Lesa meira

Myndin segir frá ungum manni, Will Hunting, sem starfar við þrif í skóla en býr yfir stærðfræðisnilligáfu sem hann vill þó ekki nýta sér til náms. Þegar kennari einn uppgötvar fyrir tilviljun hvað Will getur fer í gang dramatísk atburðarás ... Hjartnæm saga um ódælan ungan mann sem er að reyna að finna sig í lífinu. Hann lifir í veröld þar sem hann getur leyst öll vandamál nema þau sem krauma innra með honum sjálfum. Einn daginn hittir hann sálufélaga sinn sem opnar huga hans og hjarta. ... minna

Aðalleikarar

Góður Will Hunting
Þessi mynd kom mér svo sannarlega á óvart. Aldrei hafði mér áður en ég sá þessa mynd dottið í hug að Ben Affleck og Matt Damon gætu skrifað svona gott handrit en það tókst.

Myndin fjallar um Will Hunting, munaðarleysingja sem er bara alger aumingji í lífinu, hann vinnur sem ræstitæknir í MIT háskólanum í Bandaríkjunum. Hann hangir með vitleysinga liði eftir skóla sem spáir ekki í neinu öðru en yfirborðskendu kynlífi. Það gengur ekki svo vel hjá honum því hann á við mikla ofbeldishneigð að striða. Hann er bráðgáfaður en gengur illla að nota alla sína visku og hæfni í lífinu.

Einn dag þegar Will er að vinna í skólanum sér hann töflu með erfiðari stærðfræði formúlu og leysir hana. Þessi formúla var svo erfið að það tók stærðfræði prófessor nokkur ár að leysa hana. Þegar fréttist um skólann að einhver hefði leyst þessa formúlu datt engum í hug að það væri Will. Svo skeður þetta í annað sinn að svona formúla er sett á töflu og Will leysir hana. En í þetta sinn sést til hans. Hann og vinir hans fara sama dag út að skemmta sér og Willl lemur einhvern náunga svo mikið að hann er handtekin. Hann reynir að tala sig út úr kærunni en endar í fangelsi. Þá kemur stærðfræðiprófessorinn í heimsókn í fangelsið og býður Will að koma að vinna fyrir sig og læra stærðfræði og hitta sálfræðing einu sinni í viku í stað þess að fara í fangelsi. Will samþykkir þetta og gengur ágætlega að læra stærðfræðina, en þegar kemur að sálfræðingunum er Will svo klár að hann fer í gegnum fimm sálfræðinga, notar öfuga sálfræði á þá og hræðir þá í burtu. Svo loksins biður Stærðfræði prófessorinn vin sinn sem er sálfræðingur (Robin Williams) að hjálpa stráknum. Þeir Will byrja að hittast einu sinni í viku til að reyna að hjálpa Will. Á meðan á þessu stendur hittir Will stelpu og fara þau að hittast en er sambandið stormasamt vegna vanhæfni Wills til að opna sig. Á meðan á myndinni stendur þroskast WIll og lærir ýmsa nýja hluti sem finnast ekki í bókum.

Myndin er frábærlega vel gerð, hún er low-budget en þó gæða mynd. Leikhópurinn smellur saman og átti Robin Williams svo sannarlega skilið óskarinn sem hann fékk fyrir hlutverk sitt. Þessi mynd er frumleg og óyfirborðskennd og mun hún ekki fljótt gleymast úr hausnum mínum. Ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á drama myndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Good will Hunting er örugglega ein besta og frumlegasta mynd síðustu ára. Allt er gert hér mjög fagmannalega, þ.e: Handrit Matt Damon og Ben Affleck er einstaklega vel skrifað og átti vel skilið Óskarinn það ár, leikstjórn Gus Van Sant fín eins og vanalega, sagan er meiriháttar, húmorinn er mjög góður. Matt Damon leikur Will Hunting einstaklega vel. Með betri frammistöðum hans í bíómynd. Svo koma nöfn eins og Minnie Driver og Ben Affleck með fínar frammistöður sem félagar Wills. En sá sem er steluþjófur myndarinnar er Robin Williams. Fyrir þessa mynd, þekkti fólk hann aðallega í grínmyndum og stand-up. En vildi hann breyta til og leika í dramamynd. Er ekki frá því að það hafi verið rétt hjá honum að gera það, því hann hefur blómstrað hvað varðar leikframmistöðu eftir að leika í Good Will Hunting. Og er þetta hans besta frammistaða sem ég hef séð hjá honum, sem hann vann verðskuldað Óskarinn fyrir. Good Will Hunting er mynd sem á sannarlega skilið að vera kallað Meistaraverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg gamandrama sem kom Matt Damon og Ben Affleck inn í Hollywood en Ben Affleck er samt alltaf jafn ömurlegur. Will Hunting (Matt Damon, Saving Private Ryan,Stuck On You) er vandræðaseggur sem á fangelsisóm framundan fyrir líkamsárás. En dómararnir gefa honum tækifæri og það er að ef hann hittir sálfræðinginn Sean (Robin Williams,Aladdin,Dead Poets Society) og hittir hann í hverri viku þangað til að vandamál Will's er leyst. En þess má geta að hann er stærðfræðisnillingur og mjög gáfaður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Good Will Hunting er ein af þessu feel good myndum (svo ég sletti nú aðeins). Hún lætur mann virkilega hugsa um þau atriði í lífinu sem gefa því gildi, og því ættu allir að sjá þessa mynd.

Í stuttu máli fjallar myndin um Will Hunting (Matt Damon)sem er ótrúlega gáfaður ungur drengur en á margt óleyst í sálarlífi sínu, og samskipti hans við sálfræðingin sinn sem Robin Williams leikur og kærustuna sína sem leikin er af Mini Driver.

Allur leikur í myndinni er til fyrirmyndar, og ég hef aldrei séð Robin Williams jafn góðan og í þessari mynd, hann er hreint út sagt frábær, og fékk hann verðskuldað óskarinn fyrir aukahlutverk karla árið 1997.

Matt Damon leikur hinn unga Will Hunting af mikilli prýði, og ná þeir félagar Matt og Robin að skapa virkilega sterkar persónur sem gaman er að fylgjast með.

Mini Driver er fín í sínu hlutverki og Ben Afleck, sem leikur besta vin Will, er alveg þrusugóður í sínu hlutverki og tvímælalaust hans besta frammistaða hingað til á hvíta tjaldinu.

Sérstaklega skal þó minnst á frammistöðu Stellan Skarsgård sem túlkar hinn ringlaða stærðfræðiprófesor af stakri prýði og stígur ekki feilspor alla myndina, sannarlega meistaraleikur.

Sagan sem þeir vinirnir Matt Damon og Ben Afleck skrifuðu er mjög svo áhugaverð og manni er alls ekki sama um persónurnar sem maður er að fylgjast með í myndinni, persónusköpunin er hreint frábær. Þeir vinirnir fengu óskarinn fyrir besta handritið árið 1997.

En gott handrit er ekkert ef það er ekki réttur maður fyrir aftan vélarnar, og það er toppmaður sem leikstýrir þessari mynd. Gus Van Sant sínir hér alla sínu bestu takta, og er það mikið honum að þakka hversu frábærlega til tókst. Tvímælalasut hans besta verk.

Ég mæli með þessari mynd fyrir bókstaflega alla, ég veit ekki um neinn sem mundi ekki hafa gagn og gaman á að sjá þetta meistaraverk. Tvímælalaust fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhver frumlegasta best gerð í andlegum hætti og best leikna mynd áratugsins. Matt Damon, Robin Williams og Ben Affleck koma með hörkuleik. Myndin vann óskar fyrir besta upprunalega handrit og leik í aukahlutverki: Robin Williams.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn