Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Dick Tracy 1990

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Their turf. Their game. Their rules. They didn't count on HIS law...

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Vann þrenn Óskarsverðlaun. Fyrir förðun, fyrir listræna stjórnun og fyrir besta lag í kvikmynd: Sooner or Later (I Always Get My Man)

Allt sem Tess Trueheart vill er að giftast og lifa rólegu lífi með kærastanum, rannsóknarlögreglumanninum Dick Tracy. En það er eitthvað skuggalegt í gangi í bænum, og einhver þorpari stendur á bakvið það allt saman, og Tracy á fullt í fangi með að elta óþokka eins og Big Boy Caprice og hina nær ómótstæðilegu Breathless Mahoney.

Aðalleikarar


Dick Tracey er ein af fyrstu svona comic-book myndum sem var gerð. Þegar maður var yngri, horfði maður oft á teiknimyndirnar af Dick Tracy sem voru sýndar fyrir nokkuð langt síðan. Hún er kannski ekki snilld eins og einhverjir gagnrýnendur hafa sagt, en hún er samt afbragðsskemmtun og skilar Warren Beatty meiriháttar góðri mynd frá sér. Svo toppar það að hafa alveg meiriháttar leikara í hverju hlutverki. Svo sem Al Pacino sem Big Boy, Dustin Hoffman sem aðstoðarmann Big Boy, Madonnu o.fl. Svo er einnig Warren Beatty náttúrulega svalur í hlutverki Dick Tracey. Svo finnst mér útlit myndarinnar mjög svalt. Svona comic-booklegt útlit og alveg eins og maður hefði getað ímyndað sér að árin frá The 50's og 60's hefði getað litið út. Mynd sem ég mæli eindregið með að þið sjáið, hvort sem þið eruð Warren Beatty fans eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vil byrja á því að taka það fram að ég er fullkomlega sammála honum Erlingi hér fyrir ofan mig með það að þessi mynd Dick Tracy líður soldið fyrir að hafa ekki nógu fullnægjandi endi. En það er aðallega bláendirinn sem er slappur. Fram að því skemmtir maður sér alveg konunglega yfir að horfa á myndina. Tónlistin er fín og útlitið magnað, leikararnir standa sig flestir mjög vel og þá sérstaklega þeir sem eru undir gerfum(Al Pacino sem Big boy Caprice, William Forsythe sem Flattop, Ed'O Ross sem Itchy, RG Armstrong sem Pruneface og svo mætti lengi telja...). Það helsta sem er hægt að setja út á þessa mynd fyrir nátturulega utan endinn er sú staðreynd að þó að þetta sé nokkuð góð mynd þá hefði hún getað orðið betri. Hún hefði getað orðið fjögurra stjörnu meistaraverk. Þið spyrjið þá kannski hvað hafði farið úrskeiðis, það er ekki auðvelt að útskýra það, þetta er bara mitt persónulega álit ég yrði heila eilífð að rekja það allt saman. Góð mynd samt, hefði getað orðið ennþá betri en hefði líka getað orðið miklu verri. Mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nú á tímum mynda eins og X-Men og hinna væntanlegu Spiderman og Batman: Year One mynda finnst mér það við hæfi að skoðaðar séu aðeins "eldri" teiknimyndasögumyndir til þess eins að sjá hvað t.d. Bryan Singer gerði rangt. Að mínu mati eru fyrstu tvær Batman myndirnar bestu myndasögumyndirnar þó þær séu mjög ólíkar upprunalegu teiknimyndasögunum sem þær voru byggðar á og fór það mjög mikið í taugarnar á sumu fólki. Dick Tracy er hins vegar eins lík myndasögunni og hægt er; allt er yfirdrifið og ýkt, allar persónur heita nöfnum sem eru sambærileg útliti þeirra o.s.frv. og myndin er tekin upp í flottum myndasögulegum stíl þar sem aðeins örfáir, skærir og ýktir litir sjást hverju sinni. Warren Beatty leikstýrði myndinni ásamt því að framleiða hana og leika aðalhlutverkið, alræmdu lögguna Dick Tracy. Í myndinni þarf Tracy að kljást við Big Boy Caprice (óþekkjanlegur Al Pacino), glæpaforingja sem ætlar sér að yfirtaka glæpaheiminn, og svo þarf hann að velja á milli tveggja stúlkna: kærustunnar Tess Trueheart (Glenne Headly) og hinnar kynþokka - og dularfullu Breatless Mahoney (Madonna). Stærsta afrek myndarinnar er útlitið, líkt og hjá Tim Burton með Batman, en gallinn við Dick Tracy er að sárlega vantar loka-climax því myndin leyfir sér ekki að hafa einhvern fullnægjandi endi. Einnig gengur Beatty aðeins of langt í subplottum og frekar tilgangslausum aukapersónum, en allt er þetta gert til þess að reyna að auka á stærð og fjölbreytileika myndarinnar. Beatty stendur sig samt mjög vel á bak við myndavélina sem og fyrir framan hana; hann er alveg fullkominn Dick Tracy. Madonna er sjóðheit og sexy sem söngkonan og vandræðastúlkan Breathless og fær stúlkan einnig að syngja nokkur lög. Glenne Headly veitir myndinni einhvern raunveruleika sem vegur á móti öllu hinu og er kannski hægt að segja að hún standi sig hvað best með frábærum leik. Al Pacino stelur þó myndinni með ótrúlega ýktri og skemmtilegri frammistöðu sem jafnast næstum því á við Jack Nicholson í Batman. Mér fannst Dick Tracy alveg stórkostleg mynd alveg fram að síðustu mínútunum en að mínu mati vantaði alveg fullnægjandi endalok. Annars er þetta stórskemmtileg og flott hasarmynd og ættu komandi myndasögumynda leikstjórar að taka hana sér til fyrirmyndar. Svo er tónlistin líka eftir Danny Elfman og því getur myndin ekki verið alslæm...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

09.04.2019

Rushmore leikari látinn

Hinn afkastamikli leikari Seymour Cassel, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Faces, og lék í myndum Wes Anderson, eins og til dæmis Rushmore, lést nú á sunnudaginn í Los Angeles úr Alzheimer sjú...

13.11.2009

Tían: Nostalgíumyndir

Enn einn föstudagurinn og þar sem að við fáum núna föstudaginn þrettánda þykir tilvalið að koma með lista sem gefur manni góðan hroll. Æli það sé nokkuð munur á nostalgíu og kjánahrolli? Það þykir víst ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn