Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Hook 1991

What if Peter Pan grew up?

144 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Listræn stjórnun, búningar, tæknibrellur, förðun og kvikmyndatónlist.

Pétur Pan er orðinn fullorðinn og er orðinn lögfræðingur sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum fyrirtækja. Hann er kvæntur dótturdóttur Wendy. Sjóræninginn Krókur kafteinn, rænir börnunum hans, og Pétur þarf nú að snúa aftur til Hvergilands ásamt Skellibjöllu. Með hjálp the Lost Boys, þá verður hann að rifja upp hvernig hann getur orðið sá... Lesa meira

Pétur Pan er orðinn fullorðinn og er orðinn lögfræðingur sem sérhæfir sig í samrunum og yfirtökum fyrirtækja. Hann er kvæntur dótturdóttur Wendy. Sjóræninginn Krókur kafteinn, rænir börnunum hans, og Pétur þarf nú að snúa aftur til Hvergilands ásamt Skellibjöllu. Með hjálp the Lost Boys, þá verður hann að rifja upp hvernig hann getur orðið sá Pétur Pan sem hann var þegar hann var yngri, til að geta bjargað börnunum sínum úr klóm hins illa Króks kafteins. ... minna

Aðalleikarar


Ég veit ekki afhverju eða hvað það er, en af einhverjum ástæðum elska ég þessa mynd. Ég veit ekki einu sinni hversu oft ég leigði hana sem krakki og það skrítn er að systkini mín hafa horft á hana ég veit ekki hversu oft. Það er eitthvað við þessa mynd sem heillar litla krakka. Myndin nauðgar á vissan hátt sögunni um Pétur Pan en myndin er ansi flott, en einnig mjög löng, punkturinn yffir i-ð er leikarahópurinn sem saman stendur af Robbin Williams, Julie Roberts og Dustin Hoffman. Myndin er auðvitað aðallega fyrir krakka en fullorðnir ættu samt að geta haft haman af myndinni. Mjög sæt mynd sem hentar sumum en alls ekki öllum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bara skil ekkert í þessum heimi. Hér er á ferðinni stórkostleg ævintýramynd með frábærum leikurum... og svo gefa bara allir skít í hana. Hvað er málið, eins og einhver sagði. Þetta er æðisleg mynd um hinn goðsagnakennda Peter Pan (Robin Williams), nema bara að nú er hann orðinn stór, kominn með fjölskyldu og búinn að gleyma hver hann var á yngri árum. En hann snýr aftur til Hvergilands (Neverland) til þess að bjarga tveimur börnum sínum úr klóm hins illræmda sjóræningja, Hook (Dustin Hoffman). Til þess nýtur hann hjálpar Tinkerbell (Julia Roberts) og að sjálfsögðu týndu stákanna (The lost boys). Leikarar á heimsmælikvarða eins og Maggie Smith, Bob Hoskins, Julia Roberts og Dustin Hoffman láta hér ljós sitt skína í virkilega skemmtilegri og fyndinni ævintýramynd fyrir unga sem aldna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki nein spes mynd. En Robin Williams er allt í lagi í myndinni. Hún fær 1 og hálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.10.2018

Star Wars tónskáld á sjúkrahúsi

Star Wars tónskáldið John Williams hefur neyðst til að hætta við að koma fram á þremur tónleikum, eftir að hann þurfti að leggjast inn á spítala vegna veikinda. Tónskáldið, sem er 86 ára gamalt, átti að koma fram...

06.08.2017

Atwell kona Bangsímonstráks

Leikkonan Hayley Atwell hefur verið ráðin í stórt hlutverk í Disney kvikmyndinni Christopher Robin, á móti Ewan McGregor, sem fer með titilhlutverkið í myndinni. Ekki er langt síðan leikkonan kom síðast fram í Disney myndunum...

13.10.2015

Nýr Anchorman bar í New York

Þeir sem eru á leið til New York geta nú sett nýjan áfangastað á tékklistann hjá sér,  því búið er að opna barinn Stay Classy New York á lower east side í Manhattan, samkvæmt ktxs.com vefsíðunni. Barinn er til heiðurs Anchorman persónunni, fr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn