Crazy, Stupid, Love.
2011
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 2. september 2011
This Is Crazy This Is Stupid This Is Love
118 MÍNEnska
79% Critics
78% Audience
68
/100 Cal Weaver er í góðri vinnu, á fallegt hús og frábæra krakka með konu sem hann elskar. Því miður er sú kona, Emily ekki sammála um að allt sé draumi líkast og biður um skilnað. Cal veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Í stefnumótaheiminum er hann hin versta risaeðla og gæti ekki verið óliprari í aðförum sínum við hitt kynið. Hann eyðir öllum... Lesa meira
Cal Weaver er í góðri vinnu, á fallegt hús og frábæra krakka með konu sem hann elskar. Því miður er sú kona, Emily ekki sammála um að allt sé draumi líkast og biður um skilnað. Cal veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Í stefnumótaheiminum er hann hin versta risaeðla og gæti ekki verið óliprari í aðförum sínum við hitt kynið. Hann eyðir öllum lausum stundum á hverfisbarnum þar sem þrítugi glaumgosinn Jacob tekur hann upp á arma sína og gerir hann að höslfélaga. Hann tekur hann í yfirhalningu og reynir að fá hann til að lifa lífinu á ný.
Þeir tveir eru ekki þeir einu sem leita ástarinnar á röngum stöðum; þrettán ára sonur Cal er yfir sig skotinn í sautján ára barnapíu sinni, Jessicu, en hún er sjálf skotin í Cal. Jacob fellur óvænt fyrir Hönnuh, stelpu sem kærir sig kollótta um sjarma hans en gefur honum alltént séns. Og þrátt fyrir að hafa skipt um útlit til að næla sér í píur hefur Cal ekki tekist að skipta út raunverulegum tilfinningum sínum. En svona er ástin, brjáluð og heimsk.... minna