Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Thing 1982

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Man is The Warmest Place to Hide. / The Ultimate in Alien Terror.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Vísindamenn á Suðurheimskautinu eiga í höggi við geimveru sem getur skipt um form, og getur brugðist sér í líki fólksins sem hún drepur. Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þyrlan sem eltir hundana springur í loft upp, og þar með er engin skýring á þessu undarlega háttalagi.... Lesa meira

Vísindamenn á Suðurheimskautinu eiga í höggi við geimveru sem getur skipt um form, og getur brugðist sér í líki fólksins sem hún drepur. Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þyrlan sem eltir hundana springur í loft upp, og þar með er engin skýring á þessu undarlega háttalagi. Um nóttina, þá umbreytast hundarnir og ráðast á aðra hunda í búrinu og meðlimi hópsins sem rannsaka málið. Hópurinn áttar sig fljótt á því að einhversskonar lífvera utan úr geimnum með hæfileika til að umbreyta sér í aðrar verur, gengur laus, og enginn veit hvaða líkami hvers hefur verið tekinn yfir af geimverunni. ... minna

Aðalleikarar


The Thing gerist á suðurpólnum veturinn 1982 en þar dvelst hópur vísindamanna við ósköp venjulegar rannsóknir. Þeir finna síðan fyrirbæri utan úr geimnum sem hafði verið grafið undir ísnum í a.m.k. hundrað þúsund ár. Geimvera þessi lifnar við og hefur þann eiginleika að geta tekið á sig mannsmynd og allt fer í rugl og vinir okkar vantreysta hver öðrum. Enginn veit hver er vinur og hver er óvinur. Alveg afbragðsgóð spennu hrollvekja sem hefur elst bara nokkuð vel. Margar senurnar eru alveg frábærar og sum samtölin eru alveg meistaralega vel skrifuð. Kurt Russell(minn maður) kryddar myndina vel með sínum snilldartöktum og mótleikarar hans eru líka góðir en þó misgóðir. Endirinn er líka nokkuð til að hugsa um og alveg að hætti höfundi myndarinnar snillingnum John Carpenter. Það er fátt sem ekkert sem dregur myndina niður og því ætla ég að gefa The Thing þrjár og hálfa stjörnu. Semsagt, mjög góð mynd frá meistara Carpenter sem fólk ætti endilega að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er fjórða besta mynd sem ég hef séð og hrinti Screwed niður í fimmta sæti. Hópur vísindamanna eru á Suðurpólnum að rannsaka eitthvað. En þeir finna geimveru sem hefur verið frosinn í 100.000 ár. En hún sleppur og kemst í lík mannana og þeir þurfa að drepa þennan óþverra. Mjög viðbjóðsleg mynd (sem gerir hana betri) og ofbeldið ekki síðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eitt af bestu myndum sem ég hef séð og örugglega besta mynd sem Kurt Russel hefur leikið í. Hún fjallar um hóp vísindamanna sem eru á norðurpólnum og finna geimveru sem er búin að vera frosin í meira en 100.000 ár. En geimveran sleppur og getur farið í líki öðrum lífverum. En svo fer það að fara í vísindamennina og þeir þurfa að drepa þetta fyrirbæri. Myndin er viðbjóðsleg og ofbeldisfull (uppáhalds myndir mínar) og myndin er í anda The fly og dreamcatcher nema miklu betri en þær.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Carpenter má muna fífil sinn fegurri. Ég ætla að vona að hann hafi náð botninum með hinni mannskemmandi Ghosts of Mars og fari að rífa sig upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í undanfarin ár. The Thing er án nokkurs vafa hans besta mynd, hryllingsmynd eins og þær gerast bestar. Leikstjórn, leikur og tæknileg úrvinnsla eins og best verður á kosið og tónlistin er einnig ákaflega minnisstæð. Þetta er ein af þessum myndum sem hefur elst mjög vel og mun koma til með að gera það um ókomna tíð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Árið 1951 kom út Sci-Fi myndin The Thing From Another World, eða The Thing eins og hún var kölluð. Myndin varð mjög þekkt og endaði sem klassík.

John Carpenter sem var á tímanum ný búinn að ljúka við Escape From New York og hafði verið að pæla í að endurgera þessa mynd í svolítinn tíma.

Útgáfa John Carpenters var þóg mun meira byggð á spennu og blóðsúthellingum en gamla útgáfan. Carpenter notaði sér efan um það hver væri í raun og veru skrímslið.

Þessi formula svínvirkaði hjá honum enda eru fáar myndir settar á eins háan stall í dag eins og The Thing.


Myndin gerist á suðurheimskautasvæðinu, í útvarðarstöð. Macready, söguhetjan er þar ásamt nokkurm öðrum harðjöxlum sem eyða vetrinum þar.

Eftir að, það sem virðist brjálaðir norðmenn drepa næstum einn þeirra við það að reyna að drepa hundsgrey þá fara hlutirnir að breytast. Þeir verða vitni að einhverju ómennsku. Hundurinn var í raun og veru geimvera sem getur tekið á sig nákvæmt form allra lífvera.

Eftir að þeir drepa veruna virðist allt í góðu en svo fara nokkrir þeirra að haga sér undarlega. Enginn veit hverjum má treista og hver er í raun geimveran. Enginn treystir neinum og eru ekki allir eins og þeir sýnast.


Tæknibrellurnar verða varla betri en í þessari mynd, notast er við mjög frumlegar hugmyndir sem hefðu verið nánast ómögulegar að framkvæma á þessum tíma.

Leikurinn er allur mjög góður þóg að ég hafi nú aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Kurt Russel þá stendur hann sig með prýði hér.

Þessi mynd hefur elst betur en flestar hryllingsmyndir og held ég að mér sé óhætt að segja að þetta sé með betri endurgerðum sem til eru. Hún er spenna frá upphafi til enda og maður er alltaf að spurja sjálfan sig hver er í raun í lagi þarna.

John Carpenter hefur skilið eftir sig runu af góðum myndum á borð við; Halloween(1978), The Fog(1980), Big Trouble in Little China(1986), In The Mouth of Madness(1995) og Vampires(1998) svo fátt eitt sé nefnt.

Þetta er mynd sem allir hryllingsmyndamenn eiga að koma í safnið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn