Náðu í appið
58
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Hunger Games 2012

Frumsýnd: 23. mars 2012

Heimurinn er að horfa

142 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir besta lag í mynd, lagið Safe and Sound eftir Taylor Swift, John Paul White, Joy Williams og T Bone Burnett.

Sagan gerist í nálægri framtíð. Norður Ameríka hefur hrunið vegna þurrka, eldsvoða, hungursneiðar og stríðsátaka. Landið Panem er komið í stað Bandaríkjanna, en það skiptist í höfuðborg og 12 svæði. Á hverju ári eru tveir fulltrúar frá hverju svæði valdir í lottó útdrætti til að keppa í The Hunger Games, eða Hungur leikunum. Keppnin er að... Lesa meira

Sagan gerist í nálægri framtíð. Norður Ameríka hefur hrunið vegna þurrka, eldsvoða, hungursneiðar og stríðsátaka. Landið Panem er komið í stað Bandaríkjanna, en það skiptist í höfuðborg og 12 svæði. Á hverju ári eru tveir fulltrúar frá hverju svæði valdir í lottó útdrætti til að keppa í The Hunger Games, eða Hungur leikunum. Keppnin er að hluta til skemmtun en að hluta til til að vekja, með grimmilegum hætti, ótta meðal íbúa á svæðunum 12. Keppninni er sjónvarpað um allt Panem. Þátttakendurnir 24 eru þvingaðir til að drepa keppinauta sína á meðan samborgarar þeirra horfa á í beinni útsendingu. Þegar hin 16 ára gamla yngri systir Katniss, Prim, er valin til að keppa á leikunum, þá býður Katniss sig fram í hennar stað. Hún og félagi hennar Peeta þurfa að keppa við marga mun sterkari keppendur sem jafnvel eru búnir að æfa fyrir leikana allt sitt líf. ... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn