Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

J. Edgar 2011

Frumsýnd: 20. janúar 2012

The Most Powerful Man in the World

137 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Leonardo DiCaprio hlaut tilnefningu til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína í titilhlutverkinu.

Mynd um John Edgar Hoover, sem var aðalstofnandi bandarísku alríkislögreglunnar FBI árið1932 og stjórnaði henni til dauðadags, árið 1972. Á starfsferli sínum innan FBI var J. Edgar Hoover valdamesti maður Bandaríkjanna enda hafði hann lögsögu yfir öllum lögreglumálum allra ríkjanna. Sem forstjóri FBI lagði hann ætíð gríðarlega áherslu á að hann myndi... Lesa meira

Mynd um John Edgar Hoover, sem var aðalstofnandi bandarísku alríkislögreglunnar FBI árið1932 og stjórnaði henni til dauðadags, árið 1972. Á starfsferli sínum innan FBI var J. Edgar Hoover valdamesti maður Bandaríkjanna enda hafði hann lögsögu yfir öllum lögreglumálum allra ríkjanna. Sem forstjóri FBI lagði hann ætíð gríðarlega áherslu á að hann myndi alltaf gera allt til að vernda Bandaríkin og bandaríska þegna gegn glæpum og hvers konar utanaðkomandi vá. Og vegna þess að hann lét verkin tala öðlaðist hann óskorað traust í starfi þótt um hann væri vissulega deilt. En Hoover beitti sjálfur brögðum sem voru kannski ekki alveg réttum megin við strikið. Hann lagði til dæmis alltaf mikla áherslu á að komast að leyndarmálum þeirra sem hann þurfti að umgangast og eiga við, ekki síst stjórnmálamanna, og var ekki feiminn við að láta viðkomandi vita að hverju hann hefði komist. Þannig nýtti hann sér óspart veikleika annarra til að hafa sitt fram. Á sama tíma lagði Hoover gríðarlega áherslu á að enginn kæmist að leyndarmálum hans sjálfs. Í gegnum árin hleypti hann aðeins örfáum aðilum að sér, þar á meðal nánasta samstarfsmanni sínum, Clyde Tolson, og einkaritaranum Helen Gandy sem var honum trú og trygg alla ævi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn