LOL
2012
(LOL: Laughing Out Loud)
Frumsýnd: 6. júní 2012
Dagbækur breytast, en sönn ást breytist aldrei
97 MÍNEnska
14% Critics
50% Audience Lola, sem er alltaf kölluð Lol, er lífsglöð stúlka í menntaskóla sem
eins og margar aðrar stúlkur á hennar aldri óskar sér einskis fremur
en að finna hamingjuna með þeim eina rétta.
En strákar geta verið óútreiknanlegir og þegar myndin hefst hefur sá
sem Lola hélt að væri sá rétti fyrir sig, Chad, ákveðið að segja henni
upp. Í framhaldinu kemst... Lesa meira
Lola, sem er alltaf kölluð Lol, er lífsglöð stúlka í menntaskóla sem
eins og margar aðrar stúlkur á hennar aldri óskar sér einskis fremur
en að finna hamingjuna með þeim eina rétta.
En strákar geta verið óútreiknanlegir og þegar myndin hefst hefur sá
sem Lola hélt að væri sá rétti fyrir sig, Chad, ákveðið að segja henni
upp. Í framhaldinu kemst Lola svo að því að besti vinur Chads, Kyle,
sem hingað til hefur bara verið vinur hennar, gæti verið sá sem hún
ætti raunverulega að vera með.
En málið er mun flóknara því inn í það tvinnast alls kyns ástarflækjur
vinkvenna Lolu sem hver um sig er að leita að því sama og hún, oft á
röngum stöðum.
Þess utan glímir Lola við að einkunnir hennar í skólanum hafa farið
versnandi og af því hefur móðir hennar, Anna (Demi Moore), miklar
áhyggjur. Sjálf glímir Anna svo við sín eigin vandamál sem tengjast
fyrrverandi eiginmanni hennar og föður Lolu.
Hvernig úr öllu þessu leysist verður áhugavert að sjá ...... minna