The Amazing Spider-Man 2
2014
Frumsýnd: 25. apríl 2014
No more secrets. / His greatest battle begins.
142 MÍNEnska
51% Critics 53
/100 Í myndinni er haldið áfram að segja sögu Peters Parker sem fyrir utan samverustundirnar með Gwen Stacy veit fátt skemmtilegra en að nýta sér einstæða hæfileika sína til að þeysast á milli bygginga í New York sem Köngulóarmaðurinn. Um leið gerir hann sitt til að hjálpa lögreglu borgarinnar enda getur hann ýmislegt í þeim efnum sem aðrir geta ekki og þeir... Lesa meira
Í myndinni er haldið áfram að segja sögu Peters Parker sem fyrir utan samverustundirnar með Gwen Stacy veit fátt skemmtilegra en að nýta sér einstæða hæfileika sína til að þeysast á milli bygginga í New York sem Köngulóarmaðurinn. Um leið gerir hann sitt til að hjálpa lögreglu borgarinnar enda getur hann ýmislegt í þeim efnum sem aðrir geta ekki og þeir eru fáir glæpamennirnir sem standast honum snúning þegar hann tekur sig til. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Glæpamönnunum Aleksei Sytsevich og Max Dillon hefur einhvern veginn tekist að verða sér úti um ofurkrafta sem gera þá að hættulegustu og öflugustu óvinum Peters til þessa, þeim Rhino og Electro, sem auk The Green Goblet eru ákveðnir í að gera út af við Köngulóarmanninn fyrir fullt og allt. Um leið áttar Peter Parker sig á að svo virðist sem öll þau sífellt kraftmeiri ofurmenni sem hann á í höggi við séu tengd hinu dularfulla hátæknifyrirtæki Oscorp sem aftur tengist vini hans, Harry Osborne ...... minna