Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Runner Runner 2013

(Runner, Runner)

Frumsýnd: 27. september 2013

Enska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis. Justin Timberlake leikur hér stærðfræðiséníið Richie Furst sem hefur hug á að stunda nám við Princeton-háskóla en hefur ekki efni á því. Til að freista þess að fjármagna námið... Lesa meira

Þegar námsmaðurinn Richie Furst tapar öllu í netpóker fær hann grun um að svindlað hafi verið á honum og ákveður að hitta eiganda pókersíðunnar augliti til auglitis. Justin Timberlake leikur hér stærðfræðiséníið Richie Furst sem hefur hug á að stunda nám við Princeton-háskóla en hefur ekki efni á því. Til að freista þess að fjármagna námið hefur hann að undanförnu spilað póker á netinu og orðið nokkuð ágengt. En lukkan snýr við honum bakinu eins og hendi væri veifað þegar hann tapar öllu í spili sem hann telur að hann hefði átt að vinna. Um leið fer hann að gruna að tapið hafi ekki verið nein tilviljun heldur hafi verið svindlað á honum. Til að komast að hinu sanna ákveður Richie að fara til Kosta Ríka og hitta manninn sem stendur á bak við netpókersíðuna. Sá heitir Ivan Block (Ben Affleck) og reynist sannarlega vera úlfur í sauðargæru. Þegar alríkislögreglan blandast í málið áttar Richie sig á því að hann er kominn á milli steins og sleggju og ef hann ætlar að lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.05.2014

Banna Ben Affleck að spila

Óskarsverðlaunaleikarinn Ben Affleck er sagður hafa verið settur í bann á spilavíti í Las Vegas í Bandaríkjunum, þar sem honum hefur verið bannað að spila fjárhættuspilið 21, eða Black Jack eins og það heitir einnig. ...

30.08.2013

Justin Timberlake hefur áhuga á Gátumanninnum

Margir hafa sagt skoðun sína á því að Ben Affleck hafi verið valin í hlutverk Batman. Justin Timberlake er einn af þeim og sagði í nýju viðtali við MTV að honum litist vel á hlutverkavalið og að hann hafi notið þes...

28.07.2013

Áskorun lífs míns að leika Mandela

Idris Elba segir að það hafa verið mestu áskorun lífs síns að leika Nelson Mandela. Luther-leikarinnn túlkar fyrrum leiðtoga Suður-Afríku í myndinni Mandela: Long Walk to Freedom. Naomie Harris leikur fyrrum eiginkonu Mandela, Winnie. "Að leika þetta hlutverk var mesta...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn