The Incredible Burt Wonderstone
2013
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 12. apríl 2013
Abracatastic!
Enska
38% Critics
33% Audience
44
/100 Já, hinn óviðjafnanlegi Burt Wonderstone má sannarlega muna
sinn fífil fegurri. Ásamt Anton rakaði hann saman milljónum dollara
á sýningu þeirra í Las Vegas en þeim tíma er löngu lokið. Nú er svo
komið að sýningunum er sennilega sjálfhætt vegna skorts á áhorfendum
og lítillar bjartsýni á að þeim muni fjölga úr þessu.
Burt glímir við margskonar vanda.... Lesa meira
Já, hinn óviðjafnanlegi Burt Wonderstone má sannarlega muna
sinn fífil fegurri. Ásamt Anton rakaði hann saman milljónum dollara
á sýningu þeirra í Las Vegas en þeim tíma er löngu lokið. Nú er svo
komið að sýningunum er sennilega sjálfhætt vegna skorts á áhorfendum
og lítillar bjartsýni á að þeim muni fjölga úr þessu.
Burt glímir við margskonar vanda. Í fyrsta lagi hefur hann misst
nánast allan áhuga á töfrabrögðum og í öðru lagi þá er hinn meinti
vinskapur hans og Antons löngu glataður. Í þriðja lagi virðist almenningur
hafa mun meiri áhuga á að sjá strætislistamenn eins og hinn
hrokafulla Steve Grey sýna listir sýnar í stað þess að sjá alvörutöfra
eins og þá sem Burt hafði sérhæft sig í. En hvað á Burt að gera?
Dag einn þegar hann er að sýna nokkrum gamalmennum á elliheimili
spilagaldra rekst hann á sjálfan Rance Holloway, manninn
sem upphaflega var ástæðan fyrir því að Burt ákvað í æsku að
gerast töframaður. Getur fundur þeirra orðið til þess að Burt finni
neistann á ný?... minna