The Last Boy Scout fjallar um einkaspæjarann Joe Hallenbeck(Bruce Willis) og fyrrverandi ruðningsleikmanninn Jimmy Dix(Damon Wayans) sem snúa bökum saman í máli sem verður sífellt flóknara og flóknara og áður en vinir okkar vita af eru þeir komnir á kaf í barsmíðar, morð, glæpastarfsemi og hvaðeina. The Last Boy Scout er að mínu mati alveg stórgóð mynd og eiginlega betri en mætti halda, leynir talsvert á sér. Alvarleg, þunglynd og húmorinn alveg kolsvartur. Bruce Willis er alveg þvílíkt svalur sem hinn drykkfelldi og sóðalegi Joe og þarf ég víst ekki að taka það fram að hann gerir alveg heilmikið fyrir myndina. Damon Wayans er líka ágætur en stendur í skugganum af Bruce. Stærsti gallinn við þessa mynd er sá hvernig hún endar. Endirinn bara stemmir ekki við andrúmsloftið fram að því. Ég er ekki alveg sáttur þar. Engu að síður hefur The Last Boy Scout elst þokkalega vel og er möst fyrir spennufíkla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei