Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst 2014

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2014

Glæpsamlega spennandi og ...Þegiðu Heimir!

85 MÍNÍslenska

Bestu, snjöllustu og einu íslensku einkaspæjararnir, þeir Harrý Rögnvalds og Heimir Snitzel, takast á við sitt langstærsta mál til þessa í svakamálastórmyndinni Morð eru til alls fyrst. Þegar þokkagyðjan Díana Klein biður þá Harrý og Heimi um aðstoð við að hafa uppi á horfnum föður sínum, veðurathugunarmanni á Regin- gnípu, grunar... Lesa meira

Bestu, snjöllustu og einu íslensku einkaspæjararnir, þeir Harrý Rögnvalds og Heimir Snitzel, takast á við sitt langstærsta mál til þessa í svakamálastórmyndinni Morð eru til alls fyrst. Þegar þokkagyðjan Díana Klein biður þá Harrý og Heimi um aðstoð við að hafa uppi á horfnum föður sínum, veðurathugunarmanni á Regin- gnípu, grunar þá félaga ekki að málið eigi eftir að leiða þá á spor danskra glæpa- og skíðaáhugamanna sem undir forystu hins hrikalega ógnvekjandi Símonar eru með svo útsmoginn glæp á prjónunum að meira að segja Heimir þarf að spögulera í því. Málið á svo fljótlega eftir að vinda enn frekar upp á sig og verður að lokum svo stórt að öll önnur glæpamál í gjörvallri sögu mannkyns verða eins og pappamál í samanburðinum. En myndin er samt ekki bara spenna því í henni er einnig að finna afar fallegan boðskap um ást, vináttu, tryggð, frost og veðurfar á hálendinu.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn