Náðu í appið
64
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Freddy vs. Jason 2003

(A Nightmare on Elm Street 8, Friday The 13th 11)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. ágúst 2003

Evil will battle Evil

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 37
/100

Það eru liðin nærri tíu ár síðan Freddy Krueger hrellti fólk í draumum þess síðast, og fólkið í bænum vill helst þurrka út allar minningar sínar um hann. Freddy sjálfur er þó ekki á því að láta fólkið vera og hyggur á endurkomu til Elm Street. Hann reisir fjöldamorðingjann Jason Voorhees upp frá dauðum og gerir hann út af örkinni til að myrða... Lesa meira

Það eru liðin nærri tíu ár síðan Freddy Krueger hrellti fólk í draumum þess síðast, og fólkið í bænum vill helst þurrka út allar minningar sínar um hann. Freddy sjálfur er þó ekki á því að láta fólkið vera og hyggur á endurkomu til Elm Street. Hann reisir fjöldamorðingjann Jason Voorhees upp frá dauðum og gerir hann út af örkinni til að myrða fólk. Eftir því sem fleiri láta lífið, því öflugri verður Freddy sjálfur. Það er þangað til Freddy áttar sig á að Jason ætlar sér ekki að stíga til hliðar svo auðveldlega til að láta Freddy eftir sviðið, og því reynist nauðsynlegt að koma honum fyrir kattarnef. ... minna

Aðalleikarar


??? ÞESSI MYND ER EKKERT ANNAÐ EN ÓVIRÐING VIÐ MEISTARA WES CRAVEN OG SKÖPUNARVERK HANS FREDDY KRUGER þeir mega gera allt við Jason, hann er leiðinlegur, EN EKKI EINU SINNI DIRFAST AÐ GERA EINHVAÐ SVONA VIÐ FREDDY AFTUR!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja enn ein umfjöllun, sá sem hefur lesið þetta allt er sorglegur .... (eins og ég). Nú... etta er cool mynd og hefur allt sem þarf: blóð, splass, 2 fyrrum ástfangnar aðalpersónur sem ná aftur saman, hokkígríma, jólapeysa, hnífar og sveðjur, og jafnvel einn kornakur ;) Ættuð að sjá þessa. En hvað hafa allir hérna sonna mikið á móti Jason??? Hann er mj. cool, og Freddy er ekkert svo fyndinn... oft já og hann er scary og allt, en Jason líka! Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Æjj afhverju að blanda einhverjum öðrum crasy morðingja inní Nightmare mynd. Fór á hana í bíó og fannst hún allveg geðveik þá en þegar ég sá hana í afmæli fattaði ég að þetta væri bara eitthvað blóð og sull útum allt..... en veit einhver hvort að það komi einhver önnur svona VS. mynd ? :s
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á níunda áratugnum komu fram tveir af frægustu hryllingspersónum í sögu kvikmyndanna. Hann Freddy Krueger úr Nightmare On Elm Street sem slátraði krökkum í draumum og hann Jason Voorhees sem var að dunda sér við að höggva krakkana í spað í Crystal Lake. Núna er búið að skella þeim saman í eina stóra mynd. Freddy (Robert Englund) er búinn að missa allan kraftinn sinn til að ráðast inn í draumana hjá krökkunum á Elm Street þannig að hann vekur geðklofann Jason (Ken Kirzinger) upp úr gröfinni sinni og sendir hann til að hræða krakkana. En Jason heldur áfram að höggva þá í spað og leyfir honum Fredda gamla ekki að njóta sín þannig að Freddy og Jason reyna að drepa hvorn annan og á meðan þurfa krakkarnir að verjast þeim báðum. Leikstjórinn er Ronny Yu (Bride Of Chucky,The 51st State) sem gerir þessa mynd en hann fullkomnar B-splatterið með miklu blóðbaði. Leikararnir sem leika krakkana standa sig ekki mjög vel og það mætti velja aðra leikara. Freddy Vs.Jason er frábær hrollvekja sem allir hryllingsnördar ættu að sjá en ekki fyrir þá sem þola ekki að sjá mikið splatter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvernig væri nú að sleppa silikoni og hæfileikalausum leikurum og gera svona hryllingsmyndir af aðeins meiri ástríðu og fá fólk sem getur komið (áhugaverðum) hlutverkum frá sér? Ég bara spyr. Því þessi mynd hefði getað orðið mun betri með betri leik fórnarlambanna, en sumir hafa hæfileika og kannski var leikstjórnin bara ekki nógu öflug. Annars þótti mér þetta bara hin mesta skemmtun þrátt fyrir afskaplega óeðlilegt splatter-blóðið. Hugmyndin er náttúrulega sniðug, svo ekki sé minnst á að maður fær að upplifa orsök þess að Freddy er eins og hann er og Jason er eins og hann er. Nóg er af blóðslettum og öskrum og það í bland við góða frammistöðu Jason-leikarans (það má náttúrulega deila um hvort hann þarf að leika) og Freddy-leikarans (hann leikur snilldarlega) gefa manni heilmikið sem aðdáenda hrollvekja af betri gerðinni. Það er hægt að segja að söguþráðurinn sé frekar ófyrirsjáanlegur og það er kostur. Maður myndar hins vegar lítil tengsl við fórnarlömbin sem fyrr. Manni varð strax ljóst að Freddy og Jason eru jafn sterkir og það er bara fyrir heppni sem annar gæti sigrað hinn. Veikleiki Freddy er eldurinn og veikleiki Jasons vatnið. Mesti styrkur Freddy er auðvitað að myrða í gegnum drauma sína, en mesti styrkur Jasons er að hann óttast ekkert og er ódrepandi af því hann er ekki lengur með öllu mannlegur. Svo Freddy á meiri líkur á að sigra Jason í draumi, en Jason á meiri líkur á að sigra Freddy í vöku. En ég get ekki annað sagt en að Freddy vs. Jason er bara fín hrollvekja og hefði vart getað verið betri. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.05.2016

Herra Föstudagur þrettándi

Föstudagurinn þrettándi er, í kvikmyndalegum skilningi, eign Jason Voorhees. Alls hafa 12 myndir um kappann litið dagsins ljós og búið er að gefa út að sú þrettánda komi á næsta ári. Það er bara viðeigandi. Ef...

23.04.2016

Illir andar úr The Ring og The Grudge sameinast

Snemma á fyrsta áratug þessarar aldar voru blendingsmyndir nokkuð vinsælar, myndir eins og Freddy vs. Jason, Alien vs Predator og fleiri, þar sem þekktar hrollvekjupersónur eða geimverur öttu kappi. Nú gæti verið hafin ný...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn