Northwest
2013
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 29. nóvember 2013
Ef þú ert ekk i með þá ertu á móti
91 MÍNDanska
91% Critics
66% Audience Casper er 18 ára strákur sem býr með móður sinni og tveimur systkinum í
Nordvest-hverfinu í Kaupmannahöfn sem þykir ekki beint vera fínt hverfi.
Til að hafa í sig og á og hjálpa móður sinni hefur Casper leiðst út í innbrot
þar sem hann sérhæfir sig í að komast yfir allskyns eftirsótt rafmagnstæki
sem hann selur síðan smáglæpakónginum Jamal, en hann... Lesa meira
Casper er 18 ára strákur sem býr með móður sinni og tveimur systkinum í
Nordvest-hverfinu í Kaupmannahöfn sem þykir ekki beint vera fínt hverfi.
Til að hafa í sig og á og hjálpa móður sinni hefur Casper leiðst út í innbrot
þar sem hann sérhæfir sig í að komast yfir allskyns eftirsótt rafmagnstæki
sem hann selur síðan smáglæpakónginum Jamal, en hann er leiðtogi araba
í hverfinu sem hafa sölsað undir sig svarta markaðinn.
En Jamal er svindlari og þegar Casper kynnist öðrum glæpakóngi sem
borgar honum betur fyrir vörurnar ákveður hann að hætta að vinna fyrir
Jamal og gengi hans. Um tíma virðist sem Casper hafi gert hið rétta en
Jamal verður öskureiður og ákveður að hefna sín.
Þar með hefst æsispennandi atburðarás sem smám saman leiðir til verri og
verri árekstra og síaukins ofbeldis uns ljóst verður að eitthvað mun að
lokum undan láta ...... minna