Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Vikings 2013

The Storm Is Coming / Sagan af Ragnari Loðbrók

540 MÍNEnska

Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld, sennilega í kringum árið 780, og segir sagan að hann hafi á... Lesa meira

Vikings-sjónvarpsserían frá History Channel segir frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók, mönnum hans og fjölskyldu, en Ragnar herjaði fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld, sennilega í kringum árið 780, og segir sagan að hann hafi á sínum tíma verið mestur allra víkinga. Af honum fer einnig sú saga að enginn hafi verið snjallari hvað herkænsku varðaði og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir í árásarferðum sínum og komast undan. Hér er um að ræða þá níu þætti sem gerðir voru á fyrsta ári seríunnar og eru þeir á þremur diskum, en hver þáttur er 60 mínútur að lengd.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.12.2020

Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlau...

03.11.2020

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umr...

03.11.2016

Jackson vill stöðva umsnúning þyngdaraflsins

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Samuel L. Jackson er nú um það bil að ljúka samningum um að leika í vísindaskáldsögunni Inversion, eða Umsnúningur,  samkvæmt frétt Variety. Leikstjóri Inversion er Peter Segal, en tökur eiga að hefjast 27. febrúar nk. í Berlín. ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn