Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The X Files 1998

(The X-Files: Fight the Future)

Frumsýnd: 4. september 1998

Fight the Future

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 60
/100

Scully og Mulder komast á sporið á svikavef þar sem framtíð heimsins er í húfi. Þau verða að koma í veg fyrir að alþjóðlegum leynisamtökum valdamikilla einstaklinga takist ætlunarverk sitt. Allt bendir til þess að Fox Mulder verði loks vitni að sannleikanum sem hann hefur leitað öll þessi ár. Vinsælustu persónur þáttanna koma allar við sögu og má... Lesa meira

Scully og Mulder komast á sporið á svikavef þar sem framtíð heimsins er í húfi. Þau verða að koma í veg fyrir að alþjóðlegum leynisamtökum valdamikilla einstaklinga takist ætlunarverk sitt. Allt bendir til þess að Fox Mulder verði loks vitni að sannleikanum sem hann hefur leitað öll þessi ár. Vinsælustu persónur þáttanna koma allar við sögu og má þar nefna Cancer Man (Reykingamanninn) og nörda vini Mulder, samsærisklíkuna óborganlegu. X-Files myndin er allt sem aðdáendur þáttanna gætu óskað sér, stærri, flottari brellur og magnaðri söguþráður en nokkru sinni fyrr.... minna

Aðalleikarar


Hræðileg mynd í alla staði, leiðinleg, langdregin og misheppnaðar tilraunir til að láta "neista" á milli Scully (Gillian Anderson) og Mulders (David Duchovni) fara í taugarnar á mér. Ég veit ekki af hverju ég gaf henni hálfa stjörnu, kannski ætti ég að breyta því...... Sorry, hún er bara drulluléleg. Þættirnir eru betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vísindaskáldskapur eins og hann gerist bestur. Handritið er snjallt og samtöl persónanna oft skondin. Ég átti von á því að þetta yrði tveggja tíma X-Files þáttur en svo var ekki, mér finnst myndin ganga vel upp ein og sér. Hún hefur sitt eigið andrúmsloft sem er ekki það sama og í þáttunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn