Paul Blart: Mall Cop 2
2015
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 17. apríl 2015
Vegas has a new high roller
94 MÍNEnska
6% Critics
33% Audience
13
/100 Eftir sex ára fórnfúst starf í verslunarmiðstöðinni ákveður öryggisvörðurinn Paul Blart
að fara í frí til Las Vegas ásamt dóttur sinni og slaka dálítið á. En
þegar bíræfnir þjófar og glæpamenn fara á stjá kallar skyldan.
Dóttir Pauls Blart, Maya, er að fara að hleypa heimdraganum
og í tilefni af því ákveður Paul að taka sér loksins
frí frá... Lesa meira
Eftir sex ára fórnfúst starf í verslunarmiðstöðinni ákveður öryggisvörðurinn Paul Blart
að fara í frí til Las Vegas ásamt dóttur sinni og slaka dálítið á. En
þegar bíræfnir þjófar og glæpamenn fara á stjá kallar skyldan.
Dóttir Pauls Blart, Maya, er að fara að hleypa heimdraganum
og í tilefni af því ákveður Paul að taka sér loksins
frí frá störfum og skreppa með henni til Las Vegas. Þar er hann fljótlega
búinn að verða sér til algjörrar skammar eins og búast mátti við, enda er
maðurinn alveg sérlega laginn við að gera allt rangt með tilheyrandi
eignaspjöllum og vandræðum fyrir alla sem hann umgangast.
En Paul fer fljótlega að leiðast í Las Vegas, enda óvanur að vera í fríi. Til
allrar hamingju eru í nágrenninu nokkrir glæpamenn sem hyggjast ræna
spilavíti. Þegar þeir láta til skarar skríða er Paul auðvitað fljótur að renna á
lyktina og blanda sér í slaginn, glæpamönnunum til mikilla leiðinda ...... minna