Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Hamlet 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. nóvember 1997

242 MÍNEnska

Hamlet, sonur Danakonungs, er kvaddur heim til að vera við útför föður síns og giftingu móður sinnar, sem er að giftast frænda hans, sem hann uppgötvar að er morðingi föður hans. Undir öllu kraumar stríð og í hönd fer ótrúlega flókinn og margbrotinn söguþráður þar sem margir liggja í valnum undir lokin.

Aðalleikarar


Meistaralegt . Kenneth Brangah tekst stórkostlega að túlka þetta meistara ver William Shakespear um danska prinsinn Hamlet, og dauða föður hans og margs annars sem þeir sem hafa lesið Shakespear ættu að vita . Frábær mynd sem allir ættu að sjá þó hún sé alls ekki fyrir börn . Að hafa séð Hamlet eða ekki hafa séð Hamlet það er spurningin .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er Shakespeare-meistarinn Kenneth Branagh sem hér færir okkur glænýja útgáfu af einu af þekktustu verkum breska skáldjöfurins Williams Shakespeare; Hamlet. Branagh leikur sjálfur aðalhlutverkið og þótt það hafi verið gerðar margar kvikmyndir eftir þessu verki er þetta í fyrsta sinn sem það er kvikmyndað í óstyttri útgáfu. Ekkert hefur verið til sparað til að gera þessa útfærslu eins glæsilega og kostur er, enda er það mál manna að verkið njóti sín einkar vel í þessari útgáfu, þó að óskarsverðlaunakvikmynd Sir Laurence Olivier frá 1948, (sem hann hlaut óskarinn fyrir besti leikari í aðalhlutverki og fyrir myndina sjálfa) sé óumdeilanlega besta kvikmyndin sem gerð hefur verið um danska prinsinn. En enginn hefur þó túlkað hann betur en breski óskarsverðlaunaleikarinn Sir John Gielgud, en hann birtist einmitt í þessari kvikmyndaútgáfu í smáu hlutverki. Meðal annarra úrvalsleikara myndarinnar fyrir utan Sir John Gielgud má nefna óskarsverðlaunahafana; Dame Judi Dench, Julie Christie, Charlton Heston, Jack Lemmon, Robin Williams og Sir Richard Attenborough. Einnig birtast í myndinni þau Billy Crystal, Kate Winslet, Gerard Depardieu, Derec Jacobi, Brian Blessed og Rufus Sewell. Það er óhætt að segja að myndin hafi fengið frábæra dóma gagnrýnenda enda var hún tilnefnd til fernra óskarsverðlauna árið 1996. Ég mæli því eindregið með Hamlet-útgáfu Kenneth Branagh við alla þá sem eru aðdáendur kvikmyndaverka sem byggð eru á meistaraverkum skáldjöfurins breska William Shakespeare. Semsagt, alls ekki missa af henni!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn