Chasing Amy er öruglega besta rómatíska gaman mynd sem ég hef séð, eða hún og garden state.
Hún er reyndar allt öðruvísi en allar aðrar rómatískar gamanmyndir, og það gerir hana svo góða. Mín uppáhalds mynd eftir Kevin smith.
Myndin er lauslega um tvo unga vini sem vinna við að gera teiknimynda sögur sem áttu heima í new jersey en myndin gerist í new york.
Dag einn kynnist einn vinurinn stelpu, sem er rosalega heillandi, og hann verður strax yfir sig ástfanginn af henni, en vandinn er bara sá að hún er lespía.
Það er ótrúlega gaman að, allavega fyrir þá sem hafa séð Clerks sem er fyrsta mynd Kevin Smith, að í Chasing Amy er mikið verið að tala um sem gerðist í Clerks, og líka reyndar sem gerðist í Mallrats. Og það er það sem ég elska við myndirnar hans, að þær tengjast alltaf eitthvað, á einn eða annan hátt.
Svo eru samtölin svo ótrúlega skemmtileg, mikið, myndin byggist mikið upp á skemmtilegum samræðum, og þeir sem hafa séð myndir eftir Kevin Smith, þá eru samræðurnar í myndunum hans ávalt algjört gull.
Þetta er þriðja myndin hans, og líka mín uppáhalds. Allir sem hafa ekki séð þessa mynd, ég mæli eindregið með því að þið takið þessa, því hún er alveg ótrúlega góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei