Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Con Air 1997

Frumsýnd: 13. júní 1997

Welcome to Con Air. / One wrong flight can ruin your whole day

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Cameron Poe er fyrrum hermaður á heimleið eftir 7 ára fangelsisvist. Hann bíður spenntur eftir að sjá konu sína og dóttur, sem hann hefur aldrei hitt. Hann ásamt öðrum föngum er fluttur í flugvél þar sem öryggisgæsla er í hámarki. Hlutirnir fara hins vegar heldur betur úr böndunum þegar meirihluti fanganna nær að sleppa og ná yfirráðum yfir flugvélinni.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Con Air er nú bara hinn fínasta skemmtun. Fín mynd sem lætur þig ekki fá vondbrigði. Simon West(Tomb Raider,Black hawk down, Generals daugther) leikstýrir nú þessari mynd bara ágætlega og það er gott. Con Air fjallar um það að einn fínn hermaður að nafni Cameron Poe(Nicholas Cage) drepur óvart menn vegna þess að þeir voru að ráðast á hann. Eftir að hafa verið í fangelsi í sjö ár þá er hann að vera látinn laus. Cameron fær að fara með flugvél heim þar sem aðrir krimmar fara með. Cameron er svo spenntur að bíða eftir að hann fær að sjá dóttur sína í fyrsta sinn að það er ekki eðlilegt. ENN svo kemur óhappið. Einn af ræningjunum nær að losa sig við lásinn,taka bussy af löggu manni,losa alla krimmana og tekur eina lögguna sem gísl. Semsagt þýðir það að bófarnir hafa stolið flugvél og ætla nú að flýja einhvers annar staðar. Poe verður nátturulega mjög svekktur við þetta og virðist bara missa sig. Hann hefði getað farið til öryggisvörðina af því að flugvélin átti að mæta þar samkvæmt áætlun. Enn hann vidli hjálpa vini sínum vegna þess að hann mundi deyja eftir örskamma stund ef hann mundi ekki fá lyf. Eftir það ákveður hann Poe að hjálpa aðeins löggunni með að senda neyðarhjálp(segi ekkert frá því). Steve Buscemi leikur óðann klikkaðing sem er nú bara mjög skemmtilegt og það er alltaf gaman að sjá hann leika. John Cusack leikur löggukarlin bara ágætlega en sá sem á skilið að fá hrósið er enginn annar enn John Malkovich fyrir leik sinn á Cyrus The Virus. Fyrir þá sem vissu þetta ekki þá er myndin framleiðuð af Jerry Bruckheimer sem nú bara ágætt. Con air er ekkert svo slæm mynd og ég skil ekki af hverju segja þessi mynd sé drasl. Mér personulega finnst þessi mynd ein af bestu myndum ársins árið 1997. Kannski er þetta ekki fyrir eldri en sextán ára en samt er þetta góð mynd en getur stundum verið atriði í myndinni sem eru einfaldlega leiðinleg. Þetta er eiginlega skársta mynd sem ég hef séð með Nicholas Cage og john Malkovich. Nðurstaðan mín á þessari mynd er að þessi mynd er fín afþreying enn ekki samt stórverk sem maður myndi gefa óskarinn fyrir. Þetta voru lokaorð mín.takk fyrir mig. HÁH
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki leiðinleg mynd að mínu mati en hún er mjög óraunsæ.

Mér leiddist ekki þegar ég var að horfa á hana, en hló að sumum atriðum sem voru svo heimskuleg og hún er svoddan klisja

en ef þú hefur ekkert við tíman að gera er svo sem allt í lagi að horfa á hana einu sinni maður má bara ekki láta smáatriðin fara í taugarnar á sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórskemmtileg og frábær spennumynd. Það á að flytja alla hætutlegustu fanga bandaríkjanna í sömu flugvél í annað fangelsi ætlað mjöög hættulegum mönnum, einn fanginn sníkir sér far en hann á að sleppa útúr fangelsinu(cage). Hið ótrulega gerist fangarnir ná yfir flugvélinni og ætla flýja, núna er lítið fyrir cage að gera nema reyna bjarga deginum, mynd sem er geðveik, og allir verða að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd þar sem Nicholas Cage fer á kostum í aðalhlutverki. John Malkovich er einnig mjög góður sem Cyrus "the virus" Grisson. John Cusack er í hálf einföldu hlutverki sem hver sem er getur leikið þannig að hann er ekki í miklu áliti hjá mér í þessari mynd allavega. Svo eru það bæði Ving Rhymes sem er alltaf alveg eins en gerir það mjög vel, og Steve Buscemi sem er algjör aukahlutverks snillingur, ég held að ég hafi ekki séð hann leika illa í neinni mynd. Leikstjóri myndarinnar Simon West er að reyna að koma með svona Michael Bay og John Woo stíl ( gengur svona allt í lagi ). Framleiðandi myndarinnar Jerry Bruckheimer er enginn aukvissi í þessum málum og á hann margar og góðar myndir að baki sér td. The Rock, Bad Boys, Days of Thunder, Top Gun, Armageddon og Enemy of the State. Þess má geta að næsta mynd sem Jerry Bruckheimer frammleiðir er myndin " Gone in 60ty seconds " og fer Nicholas Cage með aðalhlutverkið í þeirri mynd. Ég mæli með Con Air.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög traustur spennutryllir sem ekki skortir skemmtanagildið. Myndin slakar aldrei á og heldur manni við efnið allan tímann. Leikararnir standa sig misjafnlega, John Cusack er eins og svartur blettur á myndinni enda hef ég aldrei haft miklar mætur á honum og Nicolas Cage gerir ekki sitt besta hér og skilur því persóna hans ekki mikið eftir sig. Aftur á móti smellpassar Steve Buscemi sem hlédrægur fjöldamorðingi og bestur mundi vera John Malkovich sem illmennið Cyrus the virus. Þrjár stjörnur skal það vera og þetta er mynd sem kom skemmtilega á óvart á sínum tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.11.2019

Cage í nýrri hrollvekju

Óskarsverðlaunahafinn og Face Off leikarinn Nicolas Cage hefur verið ráðinn í hlutverk í nýrri hrollvekju; Wally´s Wonderland. Con Air leikarinn mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni, sem fjallar um húsvörð sem n...

05.02.2015

Fékk Nicholas Cage á náttborðið

Þjónustulundinni á hóteli í Texas, Hotel Indigo: San Antonio-Riverwalk, virðast engin takmörk sett, en hótelið brást vel við ósk gests, sem bað um mynd af kvikmyndaleikaranum Nicholas Cage úr myndinni Con Air á náttborðið.   Gestur...

03.08.2014

Con Air 2 úti í geimnum?

Leikstjórinn Simon West hefur rætt möguleikann á að gera framhald af Nicolas Cage fangahasarnum Con Air, sem á að gerast úti í geimnum! Total Film vefsíðan segir frá þessu. Þó að liðin séu heil 17 ár frá því að...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn